Þessi er sneggri en Tesla Roadster Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 09:29 XING Mobility rafmagnsbíllinn er hlaðinn orku, raforku. Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent
Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent