Íslandsferð varúlfsins „ótrúlegasta ævintýri lífsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2017 12:41 Joe Manganiello skemmti sér konunglega á Íslandi. Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan. Íslandsvinir Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira