Ásmundur Haraldsson hefur tekið við stöðu aðstoðarþjálfara FH í Pepsi deild karla. Þetta staðfestir fótbolti.net í kvöld.
Ásmundur er aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða starfinu hjá FH.
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust eftir að Heimir Guðjónsson yfirgaf félagið. Aðstoðarþjálfari Heimis, Ólafur Páll Snorrason, tók við þjálfun Fjölnis.
Ásmundur og Ólafur þekkjast vel, en þeir léku saman hjá KR.
Ásmundur er 41 árs og hefur þjálfað Gróttu og verið við þjálfun hjá Skínanda í Garðabæ.
