Lífið

Nýbúin að fá barn í fóstur þegar hún greindist með krabbamein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sara og Kristján fengu barn í fóstur á sínum tíma.
Sara og Kristján fengu barn í fóstur á sínum tíma.
Þegar þau Kristján Bergmann Tómasson og Sara Ómarsdóttir voru nýbúin að fá ungabarn í fóstur, greindist Sara með krabbamein.

Tími mikillar gleði og sorgar var framundan en ef Sara hefði greinst áður en þau fengu barnið, hefði hún ekki mátt verða fósturforeldri.

Í lokaþættinum af Fósturbörnum verður farið yfir sögu þeirra hjóna. Einnig fá áhorfendur að kynnast Soffíu sem hefur fengið sautján börn í fóstur og er ekki hætt.

Lokaþátturinn af Fósturbörnum á þriðjudag klukkan 20:30 á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×