Ítalska sambandið vill að Antonio Conte taki við ítalska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:00 Antonio Conte gleymdi kannski að taka sig fyrir leik helgarinnar en hér fagnar hann góðum sigri Chelsea á West Bromwich Albion. Vísir/Getty Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio. HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio.
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira