Notkun sykursýkislyfja þrefaldast frá aldamótum Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Æ fleiri hér á landi þurfa á liðsinni heilbrigðiskerfisins að halda vegna sykursýki 2 sem að langflestum er skilgreindur sem lífstílssjúkdómur. vísir/vilhelm Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira