Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Benedikt Grétarsson skrifar 30. nóvember 2017 21:45 Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði níu mörk. vísir/anton Grótta gerði heldur betur góða ferð að Hlíðarenda í kvöld þegar liðið lagði Val að velli 33-35 þegar liðin mættust í 12. umferð Olísdeildar karla. Valur er, þrátt fyrir tapið áfram í þriðja sæti deildarinnar en Grótta skaust upp í 10.sæti og upp fyrir Fjölni sem tapaði gegn Víking í kvöld. Það var fátt sem benti til annars en að Íslandsmeistararnir myndu hafa ágæt tök á þessum leik. Valsmenn léku fínan varnarleik og skiluðu svo nokkrum ágætum mörkum í sókninni. Gróttumenn þurftu um 15 mínútur til að átta sig en þá snérist líka leikurinn algjörlega þeim í hag. Varnarleikur Gróttu hrökk í gang og það skilaði mörgum auðveldum mörkum úr hraðupphlaupum. Hannes Grimm var öflugur í vörninni og Júlíus Þórir Stefánsson eldfljótur að refsa. Þetta skilaði Gróttu frábærum kafla og gestirnir gegnu til búningsherbergja með fimm marka forskot. Valsmenn mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn fljótlega í eitt mark. Þá tók Kári Garðarsson leikhlé og brýndi örlítið sína menn og það bar árangur. Gestirnir náðu aftur heljartökum á leiknum og komust aftur í þægilegt forskot. Það var alveg sama hvað Valur reyndi, Grótta átti alltaf svör. Varnarleikur Vals var skelfilegur og stundum var hreinlega vandræðalegt að fylgjast með leikmönnum sem teljast góðir varnarmenn, standa á smjörfótum gegn Gróttumönnum. Það fór líka þannig að Grótta landaði sanngjörnum sigri, 33-35 og þessi stig gætu reynst liðinu ansi dýrmæt þegar talið verður upp úr kössum í vor.Af hverju vann Grótta leikinn? Seltirningar voru bara meira tilbúnir en Valsmenn. Grótta hefur marga fína handboltamenn innan sinna raða en ekki má vanmeta þá staðreynd að þeir vinna þennan leik án Finns Inga Stefánssonar og Max Jonsson gat lítið sem ekkert beitt sér vegna meiðsla. Valsmenn eru reyndar laskaðir líka en þeir verða samt að mæta klárir í leiki og berjast fyrir lífi sinu. Það er lágmarkskrafa.Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Þórir Stefánsson var magnaður í liði Gróttu og bauð upp á nokkur ansi snotur mörk. Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Daði Laxdal Gautason voru líka öflugir í sókninni. Hannes Grimm vann marga bolta varnarlega og Hreiðar varði ágætlega, þrátt fyrir köflótta vörn Gróttu. Valsmenn voru flestir slakir. Vörn og markvarsla var í molum en sóknarlega reyndi Anton Rúnarsson að draga vagninn. Hinn ungi og bráðefnilegi Stiven Valencia sýndi lipra takta í horninu.Hvað gekk illa? Eins og lokatölur bera með sér, var vörn liðanna ekki upp á marga fiska. Reyndar náðu Gróttumenn nokkrum góðum stoppum sem skiluðu hraðupphlaupum og Hreiðar var skrefi framar en markmenn Vals. Það gekk líka illa að ná einhverri stemmingu í Valshöllina. Áhorfendur voru fáir og daufir og margir leikmenn í takti við það.Hvað gerist næst? Valsmenn fá Reykjarvíkurslag og mæta Víkingum. Miðað við ástandið á leikmannahópi Valsmanna og þá staðreynd að Víkingar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik, þá gæti sá leikur orðið jafnari en margir halda. Grótta mætir óútreiknanlegu liði ÍR. Á góðum degi geta þessi lið unnið alla í deildinni en sömuleiðis tapað fyrir öllum ef menn mæta ekki tilbúnir. Þetta verður hörkuleikur og gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.Kári: Maður hirðir ekkert svona stig á hverjum degi Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var léttur, ljúfur og kátur eftir sigur sinna manna. „Þetta var frábær karakter hjá mínum mönnum að sýna svona góða frammistöðu gegn frábæru Valsliði. Við vorum að mínu mati betri nánast allan leikinn,“ sagði Kári. „Við lendum í smá brekku í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir minnka muninn í eitt mark á skömmum tíma. Við komumst út úr þeim málum og löndum þessu. Sóknarleikurinn var mjög góður og við fáum líka mörg mörk úr hraðupphlaupum sem var frábært.“ „Við fáum einhver fimm hraðupphlaup í fyrri hálfleik og svo líka úr seinni bylgjunni. Mér fannst það reyndar vera á köflum full glæfralegt hjá drengjunum þegar þeir keyrðu upp völlinn en ansi oft gaf það okkur mörk sem var auðvitað bara gott.“ Sigurinn gæti reynst Gróttu ansi dýrmætur þegar deildin verður gerð upp í vor. „Hvert stig skiptir máli. Þetta eru líka stig sem maður hirðir ekkert upp á hverjum degi, gegn Val á útivelli. Nú er bara að klífa upp töfluna og koma sér úr fallbaráttu. Það er fyrsta markmiðið og við verðum að koma okkur þangað,“ sagði Kári.Guðlaugur: Dómarar settir í mjög erfiða stöðu Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11.umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“Júlíus: Getum boðið upp á ansi margt „Þetta var allt annað hjá okkur. Við vorum staðráðnir í því að bæta fyrir þá hörmung sem átti sér stað í leiknum gegn Fjölni. Við vorum ekki með hausinn rétt stilltan í þeim leik en sýndum í þessum leik að við getum boðið upp á ansi margt þegar við spilum eins og menn,“ sagði hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 10 mörk í sigri Gróttu gegn Val. „Það gekk allt upp hjá okkur í dag. Valsmenn voru kannski ekki sjálfum sér líkir í kvöld en þeir hafa frábært lið, sérstaklega varnarlega. Þeir kannski sakna Orra Freys Gíslasonar svolítið en við spilum bara feiknavel og það verður ekkert tekið af okkur, óháð þeirra frammistöðu.“ Július vildi ekki meina að þjálfari Gróttu hefði tekið tryllinginn eftir tapið gegn Fjölni. „Kári fór nú bara frekar fínt í þetta eftir síðasta leik. Við leikmennirnir tókum okkur bara sjálfir saman í andlitinu og náðum að rétta úr kútnum. Nú fáum við rúmlega viku í frí og það verður bara notalegt.“ Athygli vakti hversu mörg mörk Júlíus skoraði með snotrum snúningum og alls kyns krúsidúllum. Blaðamanni lék forvitni að vita hvort að hornamanninum væri bara lífsins ómögulegt að skora „venjulegt“ handboltamark? „Nei nei, mér finnst stundum þægilegra að leita í eitthvað svona. Þetta kemur úr öllum áttum,“ sagði brosmildur Júlíus Þórir Stefánsson að lokum.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók myndirnar hér að neðan.Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu leikinn í kvöld.vísir/antonKári og félagar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.vísir/antonvísir/stefánvísir/getty Olís-deild karla
Grótta gerði heldur betur góða ferð að Hlíðarenda í kvöld þegar liðið lagði Val að velli 33-35 þegar liðin mættust í 12. umferð Olísdeildar karla. Valur er, þrátt fyrir tapið áfram í þriðja sæti deildarinnar en Grótta skaust upp í 10.sæti og upp fyrir Fjölni sem tapaði gegn Víking í kvöld. Það var fátt sem benti til annars en að Íslandsmeistararnir myndu hafa ágæt tök á þessum leik. Valsmenn léku fínan varnarleik og skiluðu svo nokkrum ágætum mörkum í sókninni. Gróttumenn þurftu um 15 mínútur til að átta sig en þá snérist líka leikurinn algjörlega þeim í hag. Varnarleikur Gróttu hrökk í gang og það skilaði mörgum auðveldum mörkum úr hraðupphlaupum. Hannes Grimm var öflugur í vörninni og Júlíus Þórir Stefánsson eldfljótur að refsa. Þetta skilaði Gróttu frábærum kafla og gestirnir gegnu til búningsherbergja með fimm marka forskot. Valsmenn mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn fljótlega í eitt mark. Þá tók Kári Garðarsson leikhlé og brýndi örlítið sína menn og það bar árangur. Gestirnir náðu aftur heljartökum á leiknum og komust aftur í þægilegt forskot. Það var alveg sama hvað Valur reyndi, Grótta átti alltaf svör. Varnarleikur Vals var skelfilegur og stundum var hreinlega vandræðalegt að fylgjast með leikmönnum sem teljast góðir varnarmenn, standa á smjörfótum gegn Gróttumönnum. Það fór líka þannig að Grótta landaði sanngjörnum sigri, 33-35 og þessi stig gætu reynst liðinu ansi dýrmæt þegar talið verður upp úr kössum í vor.Af hverju vann Grótta leikinn? Seltirningar voru bara meira tilbúnir en Valsmenn. Grótta hefur marga fína handboltamenn innan sinna raða en ekki má vanmeta þá staðreynd að þeir vinna þennan leik án Finns Inga Stefánssonar og Max Jonsson gat lítið sem ekkert beitt sér vegna meiðsla. Valsmenn eru reyndar laskaðir líka en þeir verða samt að mæta klárir í leiki og berjast fyrir lífi sinu. Það er lágmarkskrafa.Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Þórir Stefánsson var magnaður í liði Gróttu og bauð upp á nokkur ansi snotur mörk. Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Daði Laxdal Gautason voru líka öflugir í sókninni. Hannes Grimm vann marga bolta varnarlega og Hreiðar varði ágætlega, þrátt fyrir köflótta vörn Gróttu. Valsmenn voru flestir slakir. Vörn og markvarsla var í molum en sóknarlega reyndi Anton Rúnarsson að draga vagninn. Hinn ungi og bráðefnilegi Stiven Valencia sýndi lipra takta í horninu.Hvað gekk illa? Eins og lokatölur bera með sér, var vörn liðanna ekki upp á marga fiska. Reyndar náðu Gróttumenn nokkrum góðum stoppum sem skiluðu hraðupphlaupum og Hreiðar var skrefi framar en markmenn Vals. Það gekk líka illa að ná einhverri stemmingu í Valshöllina. Áhorfendur voru fáir og daufir og margir leikmenn í takti við það.Hvað gerist næst? Valsmenn fá Reykjarvíkurslag og mæta Víkingum. Miðað við ástandið á leikmannahópi Valsmanna og þá staðreynd að Víkingar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik, þá gæti sá leikur orðið jafnari en margir halda. Grótta mætir óútreiknanlegu liði ÍR. Á góðum degi geta þessi lið unnið alla í deildinni en sömuleiðis tapað fyrir öllum ef menn mæta ekki tilbúnir. Þetta verður hörkuleikur og gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.Kári: Maður hirðir ekkert svona stig á hverjum degi Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var léttur, ljúfur og kátur eftir sigur sinna manna. „Þetta var frábær karakter hjá mínum mönnum að sýna svona góða frammistöðu gegn frábæru Valsliði. Við vorum að mínu mati betri nánast allan leikinn,“ sagði Kári. „Við lendum í smá brekku í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir minnka muninn í eitt mark á skömmum tíma. Við komumst út úr þeim málum og löndum þessu. Sóknarleikurinn var mjög góður og við fáum líka mörg mörk úr hraðupphlaupum sem var frábært.“ „Við fáum einhver fimm hraðupphlaup í fyrri hálfleik og svo líka úr seinni bylgjunni. Mér fannst það reyndar vera á köflum full glæfralegt hjá drengjunum þegar þeir keyrðu upp völlinn en ansi oft gaf það okkur mörk sem var auðvitað bara gott.“ Sigurinn gæti reynst Gróttu ansi dýrmætur þegar deildin verður gerð upp í vor. „Hvert stig skiptir máli. Þetta eru líka stig sem maður hirðir ekkert upp á hverjum degi, gegn Val á útivelli. Nú er bara að klífa upp töfluna og koma sér úr fallbaráttu. Það er fyrsta markmiðið og við verðum að koma okkur þangað,“ sagði Kári.Guðlaugur: Dómarar settir í mjög erfiða stöðu Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11.umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“Júlíus: Getum boðið upp á ansi margt „Þetta var allt annað hjá okkur. Við vorum staðráðnir í því að bæta fyrir þá hörmung sem átti sér stað í leiknum gegn Fjölni. Við vorum ekki með hausinn rétt stilltan í þeim leik en sýndum í þessum leik að við getum boðið upp á ansi margt þegar við spilum eins og menn,“ sagði hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 10 mörk í sigri Gróttu gegn Val. „Það gekk allt upp hjá okkur í dag. Valsmenn voru kannski ekki sjálfum sér líkir í kvöld en þeir hafa frábært lið, sérstaklega varnarlega. Þeir kannski sakna Orra Freys Gíslasonar svolítið en við spilum bara feiknavel og það verður ekkert tekið af okkur, óháð þeirra frammistöðu.“ Július vildi ekki meina að þjálfari Gróttu hefði tekið tryllinginn eftir tapið gegn Fjölni. „Kári fór nú bara frekar fínt í þetta eftir síðasta leik. Við leikmennirnir tókum okkur bara sjálfir saman í andlitinu og náðum að rétta úr kútnum. Nú fáum við rúmlega viku í frí og það verður bara notalegt.“ Athygli vakti hversu mörg mörk Júlíus skoraði með snotrum snúningum og alls kyns krúsidúllum. Blaðamanni lék forvitni að vita hvort að hornamanninum væri bara lífsins ómögulegt að skora „venjulegt“ handboltamark? „Nei nei, mér finnst stundum þægilegra að leita í eitthvað svona. Þetta kemur úr öllum áttum,“ sagði brosmildur Júlíus Þórir Stefánsson að lokum.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók myndirnar hér að neðan.Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu leikinn í kvöld.vísir/antonKári og félagar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.vísir/antonvísir/stefánvísir/getty
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti