Umfjöllun: ÍBV - Afturelding 19-25 │Mosfellingar gerðu góða ferð til Eyja Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 20:30 Árni Bragi Eyjólfsson átti góðan leik. vísir/eyþór Afturelding lagði ÍBV með 6 mörkum í Vestmannaeyjum í kvöld 25-19. Staðan í hálfleik 7-10 Aftureldingu í vil. Fyrr í dag var það ljóst að þrír lykilmenn ÍBV yrðu ekki með, en þeir Theodór Sigurbjörnsson, Sigurbergur Sveinsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru allir fjarverandi. Það kom fljótlega í ljós að Eyjamenn söknuðu Theodórs og Sigurbergs, sóknarleikur liðsins gekk illa allt frá fyrstu mínútu en Kolbeinn Aron Arnarson átti stór leik í marki Aftureldingar og gerði ÍBV erfitt fyrir. Fyrri hálfleikurinn byrjaði hægt, en eftir fyrsta stundarfjórðunginn var staðan 3-3. Gestirnir úr Mosfellsbænum komust síðan í 6-3 og leiddu leikinn nokkuð örugglega eftir það, staðan í hálfleik 7-10 gestunum í vil. Seinni hálfleikurinn bauð ekki uppá miklar framfarir, áfram héldu Eyjamenn að ströggla í sókninni, Kolbeinn hélt áfram að verja og Afturelding hafði öll tök á leiknum. ÍBV náði að minnka muninn í tvö mörk, 10-12 á 38 mínútu og höfðu þar tækifæri á að komast inní leikinn en þeir Andri Heimir Friðriksson og Róbert Aron Hostert fengu brottvísanir með stuttu millibili og Afturelding komst í 10-14. Hiti fór að færast í leikinn undir lokinn og þegar um 10 mínútur voru til leiksloka fékk Böðvar Páll Ásgeirsson beint rautt spjald eftir brot á Róberti Aroni Hostert. Þetta hafði lítil áhrif á leikinn og lauk leiknum með sannfærandi sigri gestanna 19-25. Afhverju vann Afturelding ? Afturelding var betra liðið í dag. Kolbeinn varði vel allt frá fyrstu mínútu, liðið sýndi aga og voru sterkir að detta ekki niður á sama plan og ÍBV var að spila á. Þetta var alls ekki besti leikur Aftureldingar sem hefur sýnt miklar framfarir í síðustu leikjum en þeir spiluðu þó töluvert betri leik en Eyjamenn í dag og það skilaði þeim öruggum sigri á erfiðum útivelli. Þeir fara sáttir með sanngjörn tvö stig í Herjólf í kvöld.Hverjir stóðu uppúr ? Kolbeinn Aron Arnarson var besti maður vallarins, þetta var hans dagur að öllu leiti. Hann á afmæli í dag, mættur á sinn gamla heimavöll og minnti Eyjamenn heldur betur á sig með 23 varða bolta. Árni Bragi Eyjólfsson átti einnig flottan leik og skoraði 9 mörk. Hjá Eyjamönnum stóðu fáir uppúr en Agnar Smári Jónsson var þó atkvæðamestur með 6 mörk. Hvað gekk illa ? Heimamönnum gekk ansi illa að skora mörk og sóknarleikur þeirra lélegur í kvöld. Þeir söknuðu vissulega sinna markahæstu manna, en þeir stilltu þó upp sterku liði sem sýndi ekki sitt besta í dag. Þeir reyndu að finna Kára inná línunni sem gekk ekki. Einar Andri var búinn að lesa yfir sínum mönnum að það væri ekki að fara að gerast, enda hefur Kári borið uppi sóknarleik ÍBV í síðustu tveimur leikjum. Þá vantaði annann lykilmann ÍBV í dag, Róbert Aron Hostert lét ekki sjá sig í leiknum, fann sig ekki og skoraði tvö mörk úr óteljandi skotum. Hvað er næst ? ÍBV á leik inni frá því úr 10.umferð sem verður spilaður á miðvikudaginn, þá mætir liðið Stjörnunni í Garðabænum. Í næstu umferð deildarinnar fáum við hins vegar tvo stórleiki þegar ÍBV mætir Haukum í Vestmannaeyjum og Afturelding tekur á móti toppliði FH, frábærir leikir framundan. Olís-deild karla
Afturelding lagði ÍBV með 6 mörkum í Vestmannaeyjum í kvöld 25-19. Staðan í hálfleik 7-10 Aftureldingu í vil. Fyrr í dag var það ljóst að þrír lykilmenn ÍBV yrðu ekki með, en þeir Theodór Sigurbjörnsson, Sigurbergur Sveinsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru allir fjarverandi. Það kom fljótlega í ljós að Eyjamenn söknuðu Theodórs og Sigurbergs, sóknarleikur liðsins gekk illa allt frá fyrstu mínútu en Kolbeinn Aron Arnarson átti stór leik í marki Aftureldingar og gerði ÍBV erfitt fyrir. Fyrri hálfleikurinn byrjaði hægt, en eftir fyrsta stundarfjórðunginn var staðan 3-3. Gestirnir úr Mosfellsbænum komust síðan í 6-3 og leiddu leikinn nokkuð örugglega eftir það, staðan í hálfleik 7-10 gestunum í vil. Seinni hálfleikurinn bauð ekki uppá miklar framfarir, áfram héldu Eyjamenn að ströggla í sókninni, Kolbeinn hélt áfram að verja og Afturelding hafði öll tök á leiknum. ÍBV náði að minnka muninn í tvö mörk, 10-12 á 38 mínútu og höfðu þar tækifæri á að komast inní leikinn en þeir Andri Heimir Friðriksson og Róbert Aron Hostert fengu brottvísanir með stuttu millibili og Afturelding komst í 10-14. Hiti fór að færast í leikinn undir lokinn og þegar um 10 mínútur voru til leiksloka fékk Böðvar Páll Ásgeirsson beint rautt spjald eftir brot á Róberti Aroni Hostert. Þetta hafði lítil áhrif á leikinn og lauk leiknum með sannfærandi sigri gestanna 19-25. Afhverju vann Afturelding ? Afturelding var betra liðið í dag. Kolbeinn varði vel allt frá fyrstu mínútu, liðið sýndi aga og voru sterkir að detta ekki niður á sama plan og ÍBV var að spila á. Þetta var alls ekki besti leikur Aftureldingar sem hefur sýnt miklar framfarir í síðustu leikjum en þeir spiluðu þó töluvert betri leik en Eyjamenn í dag og það skilaði þeim öruggum sigri á erfiðum útivelli. Þeir fara sáttir með sanngjörn tvö stig í Herjólf í kvöld.Hverjir stóðu uppúr ? Kolbeinn Aron Arnarson var besti maður vallarins, þetta var hans dagur að öllu leiti. Hann á afmæli í dag, mættur á sinn gamla heimavöll og minnti Eyjamenn heldur betur á sig með 23 varða bolta. Árni Bragi Eyjólfsson átti einnig flottan leik og skoraði 9 mörk. Hjá Eyjamönnum stóðu fáir uppúr en Agnar Smári Jónsson var þó atkvæðamestur með 6 mörk. Hvað gekk illa ? Heimamönnum gekk ansi illa að skora mörk og sóknarleikur þeirra lélegur í kvöld. Þeir söknuðu vissulega sinna markahæstu manna, en þeir stilltu þó upp sterku liði sem sýndi ekki sitt besta í dag. Þeir reyndu að finna Kára inná línunni sem gekk ekki. Einar Andri var búinn að lesa yfir sínum mönnum að það væri ekki að fara að gerast, enda hefur Kári borið uppi sóknarleik ÍBV í síðustu tveimur leikjum. Þá vantaði annann lykilmann ÍBV í dag, Róbert Aron Hostert lét ekki sjá sig í leiknum, fann sig ekki og skoraði tvö mörk úr óteljandi skotum. Hvað er næst ? ÍBV á leik inni frá því úr 10.umferð sem verður spilaður á miðvikudaginn, þá mætir liðið Stjörnunni í Garðabænum. Í næstu umferð deildarinnar fáum við hins vegar tvo stórleiki þegar ÍBV mætir Haukum í Vestmannaeyjum og Afturelding tekur á móti toppliði FH, frábærir leikir framundan.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti