Sendiherra Bretlands bjartsýnn á samning um gagnkvæm réttindi Breta og Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 18:45 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi vonast til að sams konar samkomulag náist við Íslendinga um réttindi fólks og Bretar náðu við Evrópusambandið í morgun. Óformlegar viðræður við íslensk stjórnvöld hafi verið á jákvæðum nótum og hann reikni með að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. Fjölmargir Íslendingar búa og starfa eða eru við nám í Bretlandi. Sömuleiðis eru margir Bretar búsettir á Íslandi og vinna hér. Um stöðu þessa fólks þarf að semja upp á nýtt þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðræðum Breta og Evrópusambandsins á að ljúka innan næstu tólf mánaða. En EES samningurinn tryggir fjórfrelsis svo kallaða milli Íslands og sambandsins, meðal annars frjálsa för fólks og fjármagns. Michael Nevin sendiherra Bretlands á íslandi segir samkomulagið í Brussel geta haft jákvæð áhrif á framtíð samskipta Íslands og Bretlands. En við höfum ávalt sagt skýrt að við myndum vilja framlengja réttindi fólks til Íslands og raunar Noregs líka. Við höfum nú þegar rætt það við íslensk stjórnvöld hvernig við gætum leitt þau mál áfram. Þetta samkomulag gefur okkur tryggari grunn til að halda þeim viðræðum áfram,“ segir sendiherrann. Talið er að um átta hundruð Bretar búi á Íslandi og um tvö þúsund Íslendingar í Bretlandi. Sendiherrann segir óformlegar viðræður um framtíð samskipta Íslands og Bretlands í tíð fyrri ríkisstjórna hafa verið jákvæðar og hann búist við að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. „Og utanríkisráðherrann hefur vissulega verið mjög jákvæður og við höfum unnið mjög vel með honum og embættismönnum hans. Þannig að ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ segir Nevin. Ekki sé þó hægt að ganga frá endanlegum samningum milli Íslands og Bretlands fyrr en Bretar hafi yfirgefið sambandið en hægt sé að undirbúa slíka samninga með viðræðum. Áfanginn í Brussel í dag sé mikilvægt skref og vonandi náist síðan samkomulag við íslendinga um viðskipti og tollamál. Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi þurfi ekki að óttast um rétt sinn til atvinnu, heilsugæslu og svo framvegis. „Eins og er og jafnvel áður en við yfirgefum Evrópusambandið muni fólk bókstaflega ekki finna fyrir neinum breytingum á aðstæðum sínum. Þessi réttindi verði tryggð bæði í Bretlandi og á íslandi,“ segir Michael Nevin. Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi vonast til að sams konar samkomulag náist við Íslendinga um réttindi fólks og Bretar náðu við Evrópusambandið í morgun. Óformlegar viðræður við íslensk stjórnvöld hafi verið á jákvæðum nótum og hann reikni með að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. Fjölmargir Íslendingar búa og starfa eða eru við nám í Bretlandi. Sömuleiðis eru margir Bretar búsettir á Íslandi og vinna hér. Um stöðu þessa fólks þarf að semja upp á nýtt þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðræðum Breta og Evrópusambandsins á að ljúka innan næstu tólf mánaða. En EES samningurinn tryggir fjórfrelsis svo kallaða milli Íslands og sambandsins, meðal annars frjálsa för fólks og fjármagns. Michael Nevin sendiherra Bretlands á íslandi segir samkomulagið í Brussel geta haft jákvæð áhrif á framtíð samskipta Íslands og Bretlands. En við höfum ávalt sagt skýrt að við myndum vilja framlengja réttindi fólks til Íslands og raunar Noregs líka. Við höfum nú þegar rætt það við íslensk stjórnvöld hvernig við gætum leitt þau mál áfram. Þetta samkomulag gefur okkur tryggari grunn til að halda þeim viðræðum áfram,“ segir sendiherrann. Talið er að um átta hundruð Bretar búi á Íslandi og um tvö þúsund Íslendingar í Bretlandi. Sendiherrann segir óformlegar viðræður um framtíð samskipta Íslands og Bretlands í tíð fyrri ríkisstjórna hafa verið jákvæðar og hann búist við að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. „Og utanríkisráðherrann hefur vissulega verið mjög jákvæður og við höfum unnið mjög vel með honum og embættismönnum hans. Þannig að ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ segir Nevin. Ekki sé þó hægt að ganga frá endanlegum samningum milli Íslands og Bretlands fyrr en Bretar hafi yfirgefið sambandið en hægt sé að undirbúa slíka samninga með viðræðum. Áfanginn í Brussel í dag sé mikilvægt skref og vonandi náist síðan samkomulag við íslendinga um viðskipti og tollamál. Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi þurfi ekki að óttast um rétt sinn til atvinnu, heilsugæslu og svo framvegis. „Eins og er og jafnvel áður en við yfirgefum Evrópusambandið muni fólk bókstaflega ekki finna fyrir neinum breytingum á aðstæðum sínum. Þessi réttindi verði tryggð bæði í Bretlandi og á íslandi,“ segir Michael Nevin.
Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00