Tvær keppnir fara semsagt fram á hverjum keppnisstað og hafði Björk sigur í tveimur þeirra en sýndi mjög stöðugan akstur og var oftast á meðal efstu manna. Hann safnaði 283,5 stigum á nýliðnu keppnistímabili, en næsti keppandi á eftir honum náði 255 stigum en það var Norbert Michelisz frá Ungverjalandi.
Björk er fyrsti Svíinn sem hefur sigur í WTCC keppnisröðinni, en Björk ók á Volvo S60 Polestar touring bíl fyrir liðið Cyan Racing. Cyan Racing hafði einnig sigur í ár meðal keppnisliða. Á flestum þekktum bílavefjum heimsins sem greint hafa frá sigri Björk í WTCC er mikið gantast með það að sigurvegarinn í ár heiti sama nafni og Björk okkar Guðmundsdóttir og sýnir það best hversu þekkt nafn hún er í tónlistarheiminum.
