Damir Muminovic hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Þetta kemur fram á stuðningsmannavef Breiðabliks, blikar.is
Miðvörðurinn hefur spilað 130 leiki með Blikum og skorað 6 mörk. Hann skrifaði undir til þriggja ára.
Undirritun samningsins fer fram nákvæmlega fjórum árum eftir að Damir skrifaði undir sinn fyrsta samning við Breiðablik.
„Damir er ekki einungis öflugur varnarmaður heldur einnig sterkur karakter sem drífur félaga sína áfram. Það er ánægjulegt að leikmenn eins og Damir hafi metnað og framtíðarsýn til þess að fylgja Blikaliðinu inn í framtíðina með nýjum þjálfara,“ sagði í frétt blikar.is.
Damir framlengdi við Blika
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti

