Ábyrg ferðaþjónusta – eykur samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 7. desember 2017 10:25 Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er sífellt að aukast og æ fleiri fyrirtæki hafa breytt verklagi sínu svo þau hafi jákvæðari áhrif á samfélag sitt og náttúruna með því að hafa ábyrga ferðaþjónustu sem eðlilegan hluta af sínum rekstri. Frá því í janúar á þessu ári hafa Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn boðið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum uppá fræðslufundi, vinnustofur og málþing til að hreyfa við og þróa vinnu í átt að ábyrgari stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í upphafi árs undirrituðu yfir 300 stjórnendur fyrirtækja úr virðiskeðju ferðaþjónustu yfirlýsingu þess efnis að þau myndu setja sér markmið um fjóra meginþætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Þessir þættir eru að tryggja öryggi ferðamanna og koma fram við þá af háttvísi, umgangast náttúruna af virðingu, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélag sitt. Með yfirlýsingunni skuldbundu fyrirtækin sig til að birta þessi markmið fyrir 7. desember í ár. Hafa mörg þessarra fyrirtækja núþegar birt markmiðin sín á heimasíðum sínum og sífellt fleiri bætast í þennan hóp. Fyrirtæki sem taka virkan þátt í verkefninu hafa skiptst á þekkingu og reynslu og farið yfir þessa fjóra meginþætti skref fyrir skref, náð að byggja upp, breyta ferlum og tileinka sér alveg nýja hugsun og starfshætti. Mörg þeirra hafa komist að því að ábyrg ferðaþjónusta skilar bættum rekstri og sparar peninga. Uppskeruhátið Ábyrgar ferðaþjónustu verður þann 7. desember þegar fyrirtækin koma saman og fara yfir árið. Þeim fyrirtækjum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna er fylgt eftir með því að gera athugun á sýnileika markmiðanna og svo í framhaldi hversu vel hefur gengið að innleiða og mæla árangur. Á uppskeruhátíðinni verður sjónum beint að fyrirtækjum sem ráðist hafa í hugvitsamar aðgerðir sem ætlað er að skila auknu virði fyrir samfélagið og fyrirtækið sjálft án þess að það sé á kostnað náttúrunnar. Staldrað verður við og metið hvernig til hefur tekist á þessu ári, auk þess sem kúrsinn er settur fyrir nánustu framtíð. Sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er mikilsvert markmið sem ekki næst nema fyrirtæki í ferðaþjónustu stigi raunveruleg skref í átt að aukinni ábyrgð sem samtímis eru studd af markmiðum stjórnvaldaÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er sífellt að aukast og æ fleiri fyrirtæki hafa breytt verklagi sínu svo þau hafi jákvæðari áhrif á samfélag sitt og náttúruna með því að hafa ábyrga ferðaþjónustu sem eðlilegan hluta af sínum rekstri. Frá því í janúar á þessu ári hafa Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn boðið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum uppá fræðslufundi, vinnustofur og málþing til að hreyfa við og þróa vinnu í átt að ábyrgari stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í upphafi árs undirrituðu yfir 300 stjórnendur fyrirtækja úr virðiskeðju ferðaþjónustu yfirlýsingu þess efnis að þau myndu setja sér markmið um fjóra meginþætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Þessir þættir eru að tryggja öryggi ferðamanna og koma fram við þá af háttvísi, umgangast náttúruna af virðingu, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélag sitt. Með yfirlýsingunni skuldbundu fyrirtækin sig til að birta þessi markmið fyrir 7. desember í ár. Hafa mörg þessarra fyrirtækja núþegar birt markmiðin sín á heimasíðum sínum og sífellt fleiri bætast í þennan hóp. Fyrirtæki sem taka virkan þátt í verkefninu hafa skiptst á þekkingu og reynslu og farið yfir þessa fjóra meginþætti skref fyrir skref, náð að byggja upp, breyta ferlum og tileinka sér alveg nýja hugsun og starfshætti. Mörg þeirra hafa komist að því að ábyrg ferðaþjónusta skilar bættum rekstri og sparar peninga. Uppskeruhátið Ábyrgar ferðaþjónustu verður þann 7. desember þegar fyrirtækin koma saman og fara yfir árið. Þeim fyrirtækjum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna er fylgt eftir með því að gera athugun á sýnileika markmiðanna og svo í framhaldi hversu vel hefur gengið að innleiða og mæla árangur. Á uppskeruhátíðinni verður sjónum beint að fyrirtækjum sem ráðist hafa í hugvitsamar aðgerðir sem ætlað er að skila auknu virði fyrir samfélagið og fyrirtækið sjálft án þess að það sé á kostnað náttúrunnar. Staldrað verður við og metið hvernig til hefur tekist á þessu ári, auk þess sem kúrsinn er settur fyrir nánustu framtíð. Sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er mikilsvert markmið sem ekki næst nema fyrirtæki í ferðaþjónustu stigi raunveruleg skref í átt að aukinni ábyrgð sem samtímis eru studd af markmiðum stjórnvaldaÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar