Baráttan heldur áfram hjá Michael Schumacher Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 08:30 Jean Todt og Michael Schumacher voru óstöðvandi saman. vísir/getty Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1 segir sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher enn vera „að berjast“ eins og hann orðar það en þýski ökuþórinn lenti í skelfilegu slysi árið 2013. Express greinir frá. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði þegar hann var á skíðum í frönsku ölpunum árið 2013 en hann hefur ekki sést síðan að slysið varð fyrir fjórum árum. Hann var lengi á spítala en er undir stöðugri ummönnun heima hjá sér. Todt var tekinn inn í frægðarhöll Formúlu 1 á mánudagskvöldið og hélt við tilefnið tilfinningaþrungna ræðu um Schumacher en Todt var liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins þegar sá þýski var ósnertanlegur í rauða bílnum. „Við söknum Michael. Hann er enn þá þarna að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mér mjög sérstakur og hann var einstakur fyrir bílaíþróttir. Hann á sérstakan stað í hjarta mínu. Hann er vinur minn,“ sagði Todt. Sabine Kehm, sem sá um öll mál fyrir Michael Schumacher, tók einnig til máls við inntöku Todt í frægðarhöllina og talaði um þann þýska sem margir telja vera þann besta í sögunni. „Við vitum öll að Michael Schumacher ætti að vera hérna og ég veit að hann hefði elskað það. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllumhérna inni. Það væri honum heiður að vera hérna,“ sagði Sabine Kehm. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1 segir sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher enn vera „að berjast“ eins og hann orðar það en þýski ökuþórinn lenti í skelfilegu slysi árið 2013. Express greinir frá. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði þegar hann var á skíðum í frönsku ölpunum árið 2013 en hann hefur ekki sést síðan að slysið varð fyrir fjórum árum. Hann var lengi á spítala en er undir stöðugri ummönnun heima hjá sér. Todt var tekinn inn í frægðarhöll Formúlu 1 á mánudagskvöldið og hélt við tilefnið tilfinningaþrungna ræðu um Schumacher en Todt var liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins þegar sá þýski var ósnertanlegur í rauða bílnum. „Við söknum Michael. Hann er enn þá þarna að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mér mjög sérstakur og hann var einstakur fyrir bílaíþróttir. Hann á sérstakan stað í hjarta mínu. Hann er vinur minn,“ sagði Todt. Sabine Kehm, sem sá um öll mál fyrir Michael Schumacher, tók einnig til máls við inntöku Todt í frægðarhöllina og talaði um þann þýska sem margir telja vera þann besta í sögunni. „Við vitum öll að Michael Schumacher ætti að vera hérna og ég veit að hann hefði elskað það. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllumhérna inni. Það væri honum heiður að vera hérna,“ sagði Sabine Kehm.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira