Kolbrún segist ósátt en hættir í góðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 14:51 Kolbrún Bergþórsdóttir var lengi á Morgunblaðinu áður en hún tók við ritstjórastöðu hjá DV í árslok 2014. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri DV. Hún segist hætta í góðu en hún sé ósátt við skipulagsbreytingar sem kynntar voru á föstudag. Fram kom á föstudaginn að Kristjón Kormákur Guðjónsson hefði verið ráðinn aðalritstjóri DV og DV.is. Kolbrún var áður ritstjóri DV ásamt Sigurvini Ólafssyni. Hún hefur verið ritstjóri DV í tæp þrjú ár eða frá því í desember 2014. Fram kom á vef Eiríks Jónssonar á föstudaginn að breytingarnar hefðu komið flatt upp á hana. Hún væri hissa á þeim. „Já, ég er búin að segja upp. Ég er ósátt við þessar skipulagsbreytingar en ítreka að ég hætti í góðu,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Það sé hennar skoðun að fólk eigi að skilja við vinnustað sinn í góðu. „Það hef ég alltaf gert.“ Sigurvin Ólafsson er enn titlaður ritstjóri DV á vef og í síðustu prentúgáfu. Hann vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar blaðamaður náði í hann. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, segir að um sé að ræða skipulagsbreytingar með nýjum eigendum. Sigurður G. Guðjónsson keypti DV, Pressuna og fleiri miðla í september. Aðspurður hvort Sigurvin væri ritstjóri hjá DV sagði Karl: „Hann er skráður það.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kristjón ráðinn aðalritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar Þá hefur Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Frjálsrar fjölmiðlunar. 1. desember 2017 19:26 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri DV. Hún segist hætta í góðu en hún sé ósátt við skipulagsbreytingar sem kynntar voru á föstudag. Fram kom á föstudaginn að Kristjón Kormákur Guðjónsson hefði verið ráðinn aðalritstjóri DV og DV.is. Kolbrún var áður ritstjóri DV ásamt Sigurvini Ólafssyni. Hún hefur verið ritstjóri DV í tæp þrjú ár eða frá því í desember 2014. Fram kom á vef Eiríks Jónssonar á föstudaginn að breytingarnar hefðu komið flatt upp á hana. Hún væri hissa á þeim. „Já, ég er búin að segja upp. Ég er ósátt við þessar skipulagsbreytingar en ítreka að ég hætti í góðu,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Það sé hennar skoðun að fólk eigi að skilja við vinnustað sinn í góðu. „Það hef ég alltaf gert.“ Sigurvin Ólafsson er enn titlaður ritstjóri DV á vef og í síðustu prentúgáfu. Hann vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar blaðamaður náði í hann. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, segir að um sé að ræða skipulagsbreytingar með nýjum eigendum. Sigurður G. Guðjónsson keypti DV, Pressuna og fleiri miðla í september. Aðspurður hvort Sigurvin væri ritstjóri hjá DV sagði Karl: „Hann er skráður það.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kristjón ráðinn aðalritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar Þá hefur Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Frjálsrar fjölmiðlunar. 1. desember 2017 19:26 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Kristjón ráðinn aðalritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar Þá hefur Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Frjálsrar fjölmiðlunar. 1. desember 2017 19:26