Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 20:00 Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira