„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur í dag Visir/Jóhann K. Jóhannsson Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón. Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14