Björt Ólafsdóttir: Vinstrisinnaðir miðlar tóku hart á Bjartri framtíð Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. desember 2017 11:06 Björt féll af þingi í kosningunum eftir að flokkur hennar sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn í haust. Vísir/Stefán Fjölmiðlar með „vinstri slagsíðu“ eins og Stundin og Kjarninn áttu þátt í að kjósendur Bjartrar framtíðar yfirgáfu flokkinn fyrir Samfykinguna og Vinstri græn, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, nýs formanns Bjatrar framtíðar. Hún segir að eftir á að hyggja hafi flokksmenn greitt atkvæði of snemma um stjórnarslit í haust. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið sakar Björt Vinstri græn jafnframt um hræsni nú þegar flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Björt framtíð sætti töluverðri gagnrýni í fyrra þegar flokkurinn fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hræsnina telur Björt fólgin í að nú telji þetta fólk eitthvað allt uppi á tenginum en þegar Björt framtíð stóð í sömu sporum í fyrra. „Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“Borin út af þeim sem kusu Samylfkingu og Vinstri grænBjört framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september eftir að í ljós kom að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vitað af því að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði mælt með uppreist æru barnaníðings. Björt segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. Hún kennir fjölmiðlum að hluta til um það. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því.Gjá myndaðist á milli flokkanna í ríkisstjórnUm stjórnarslitin segir Björt að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning– þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fjölmiðlar með „vinstri slagsíðu“ eins og Stundin og Kjarninn áttu þátt í að kjósendur Bjartrar framtíðar yfirgáfu flokkinn fyrir Samfykinguna og Vinstri græn, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, nýs formanns Bjatrar framtíðar. Hún segir að eftir á að hyggja hafi flokksmenn greitt atkvæði of snemma um stjórnarslit í haust. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið sakar Björt Vinstri græn jafnframt um hræsni nú þegar flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Björt framtíð sætti töluverðri gagnrýni í fyrra þegar flokkurinn fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hræsnina telur Björt fólgin í að nú telji þetta fólk eitthvað allt uppi á tenginum en þegar Björt framtíð stóð í sömu sporum í fyrra. „Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“Borin út af þeim sem kusu Samylfkingu og Vinstri grænBjört framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september eftir að í ljós kom að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vitað af því að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði mælt með uppreist æru barnaníðings. Björt segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. Hún kennir fjölmiðlum að hluta til um það. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því.Gjá myndaðist á milli flokkanna í ríkisstjórnUm stjórnarslitin segir Björt að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning– þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira