Gula RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. desember 2017 07:00 Ég er mjög ánægð með þessa nýju ríkisstjórn. Hún virkar traust, forystumennirnir mjög hæft fólk og stjórnarsáttmálinn ber með sér að þessi hópur getur talað sig að niðurstöðu í stórum málum. Hef meiri áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Samansafn ólíkra smáflokka sem ólíklegt er að nái að stilla saman strengi. Ég á til dæmis ekki von á því að sjá Píratana og Sigmund Davíð ná saman um nokkurt mál. Það er því hætt við að aðhald muni skorta gagnvart þessari ríkisstjórn á þinginu, en slíkt er jú mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. En við þurfum kannski ekki að óttast svo mjög. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru í ríkisstjórn og það þýðir að fréttastofa RÚV mun veita kröftuga stjórnarandstöðu. Reyndar flækist það fyrir þeim að VG skuli vera í stjórninni, en þegar RÚV-ararnir komast yfir versta sjokkið af þessum hræðilegu svikum VG, þá munu þeir ná vopnum sínum. Reyndar sýndi fréttastofan að hún myndi ekki falla í einhvern hlutleysisgír bara af því að VG sveik lit. Í stjórnarmyndunarviðræðunum ákvað fréttastofa RÚV að stíga endanlega skrefið yfir til gulu pressunnar og náði að taka myndir úr leyni í gegnum glugga af manneskju að drekka freyðivín í ráðherrabústaðnum – getur verið að fréttamenn RÚV fari á sömu námskeið og fréttamenn The Sun í Bretlandi? Að slepptu smellugildinu var fréttagildið ekkert, en þetta var frábært tækifæri til að koma höggi á ríkisstjórnina og sérstaklega VG. Elítan skálar í kampavíni í boði VG á meðan alþýðan lepur dauðann úr skel. Mátulegt á VG fyrir að svíkja svona RÚV og Stundina og fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Ég er mjög ánægð með þessa nýju ríkisstjórn. Hún virkar traust, forystumennirnir mjög hæft fólk og stjórnarsáttmálinn ber með sér að þessi hópur getur talað sig að niðurstöðu í stórum málum. Hef meiri áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Samansafn ólíkra smáflokka sem ólíklegt er að nái að stilla saman strengi. Ég á til dæmis ekki von á því að sjá Píratana og Sigmund Davíð ná saman um nokkurt mál. Það er því hætt við að aðhald muni skorta gagnvart þessari ríkisstjórn á þinginu, en slíkt er jú mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. En við þurfum kannski ekki að óttast svo mjög. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru í ríkisstjórn og það þýðir að fréttastofa RÚV mun veita kröftuga stjórnarandstöðu. Reyndar flækist það fyrir þeim að VG skuli vera í stjórninni, en þegar RÚV-ararnir komast yfir versta sjokkið af þessum hræðilegu svikum VG, þá munu þeir ná vopnum sínum. Reyndar sýndi fréttastofan að hún myndi ekki falla í einhvern hlutleysisgír bara af því að VG sveik lit. Í stjórnarmyndunarviðræðunum ákvað fréttastofa RÚV að stíga endanlega skrefið yfir til gulu pressunnar og náði að taka myndir úr leyni í gegnum glugga af manneskju að drekka freyðivín í ráðherrabústaðnum – getur verið að fréttamenn RÚV fari á sömu námskeið og fréttamenn The Sun í Bretlandi? Að slepptu smellugildinu var fréttagildið ekkert, en þetta var frábært tækifæri til að koma höggi á ríkisstjórnina og sérstaklega VG. Elítan skálar í kampavíni í boði VG á meðan alþýðan lepur dauðann úr skel. Mátulegt á VG fyrir að svíkja svona RÚV og Stundina og fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun