Kristjón hóf störf hjá Vefpressunni árið 2012. Tveimur árum síðar var hann ráðinn ritstjóri Pressunar, sem rak þá vefina DV.is, Pressan.is, Eyjan.is og Bleikt.is.
Kristjón var annar tveggja ritstjóra DV árið 2016, en tók aftur við netmiðlunum í maí sl.

„Lestur á blað DV og DV.is hefur verið á mikilli siglingu og mörg tækifæri fyrir hendi til að styrkja okkur á öllum vígstöðvum. Það eru spennandi tímar framundan og ég hlakka til að taka þátt í að gera gott blað betra með því góða og hæfileikaríka fólki sem starfar hjá fyrirtækinu,“ segir Kristjón
Þá hefur Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Frjálsrar fjölmiðlunar. Hann mun sinna þróunarvinnu fyrir félagið, bæði hvað varðar netmiðla og blað. Björn Þórir hefur mikla reynslu. Hann hefur m.a. gegnt starfi framleiðanda hjá RVK stúdíós, fyrirtæki Baltasars Kormáks, verið framleiðandi hjá Latabæ, stýrt sölu- og markaðssviði Árvakurs, verið sjónvarpsstjóri Skjás 1 og dagskrárstjóri á Stöð 2, svo fátt eitt sé nefnt.