Ingimar Karl Helgason hefur verið ráðinn samskiptastjóri Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ).
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Ingimar Karl hafi unnið við fjölmiðla frá árinu 2000. Undanfarin ár hafi hann einkum starfað við ritstjórn, kynningarstörf og ráðgjöf, meðal annars verið ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs og Blaðs stéttarfélaganna. Guðjón Helgason hefur gegnt stöðu samskiptastjóra hjá ÖBÍ.
„Ég hef lengi haft brennandi áhuga á baráttumálum Öryrkjabandalagsins og finnst gott að geta lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Framundan eru bæði tækifæri sem þarf að grípa og áskoranir sem takast þarf á við. Ég hlakka til að taka þátt í þessari mikilvægu baráttu um leið og ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með ráðningunni,“ er haft eftir Ingimari Karli.
„Öryrkjabandalag Íslands er hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks, langveikra, örorkulífeyrisþega og aðstandenda þeirra. Aðildarfélög ÖBÍ eru 41 talsins og telja þau um 29.000 félagsmenn. Helstu verkefni Ingimars Karls snúa að útgáfumálum, skipulagningu viðburða, samskiptum við fjölmiðla og upplýsingamiðlun hvers konar.
Hagvangur hafði umsjón með ráðningarferlinu en um 50 umsóknir bárust um starfið,“ segir í tilkynningunni.
Ingimar Karl nýr samskiptastjóri ÖBÍ
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent


Kauphallir rétta úr kútnum
Viðskipti erlent

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent


Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

