Jón Gunnarsson, fráfarandi sveitarstjórnar-og samgönguráðherra, afhendir Sigurði Inga Jóhannssyni lyklana að ráðuneytinu - eða það voru reyndar ekki lyklarnir heldur bara starfsmannaspjald Jóns sem sagði Sigurði Inga bara að skipta um mynd.
Sigurður Ingi hefur ekki áður verið í sveitarstjórnum- og samgöngumálum en hann var sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og síðar forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd á árunum 2013 til 2016.
Jón bað Sigurð Inga um að fá sér í nefið með sér þegar hann afhenti lyklana að ráðuneytinu. Sigurður Ingi sagðist hættur þessu en fékk sér þó með honum.
Fylgst er með lyklaskiptunum hjá ráðherrunum í Vaktinni á Vísi í dag.
