Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 09:45 Íslendingar urðu fastagestir við Rauðu Mylluna í París en þar hituðu upp, fögnuðu og grétu í kringum leikina við Austurríki og Frakkland á EM 2016. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira