Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Udinese þegar liðið lá á útivelli gegn Napólí í Coppa Italia kvöld. Napólí er því komið í 8-liða úrslit keppninnar.
Lorenzo Insigne skoraði eina mark leiksins, og því jafnframt sigurmarkið, á 71. mínútu.
Napólí var sterkari aðilinn allan leikinn, voru 66 prósent með boltann, áttu 14 skot á móti 3 frá Udinese.
Napólí er á toppi ítölsku deildarinnar með 42 stig, en Udinese er í því 11. með 21 stig.
Emil og félagar lágu fyrir toppliðinu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



