Framtíð án plasts í borginni okkar Sævar Þór Jónsson skrifar 18. desember 2017 21:04 Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun