Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 13:41 Frá minningarathöfninni um Klevis í gær sem haldin var við Reykjavíkurtjörn. vísir/eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði í rétta átt. Enn sé verið að bíða eftir gögnum og niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum í tengslum við málið, meðal annars niðurstöðu úr krufningu svo hægt sé að segja til um dánarorsök. Aðspurður kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvort að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.Beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn Þá segir Margeir ekki tímabært að fara út í hvað hefur komið eiturefnarannsókn sem gerð var á hinum grunaða til að úrskurða um hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna þegar árásin var gerð. Verið sé að bíða eftir staðfestingu á því. Margeir vill heldur ekkert fara út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum, til að mynda hvort að játning liggi fyrir. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um aðdraganda árásarinnar en segir að það sé meðal þess sem sé til rannsóknar. Vísir greindi frá því í liðinni viku að lögreglan hefði yfirheyrt um tíu manns vegna málsins og þá væri verið að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Austurvelli til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í viku eftir árásina þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Lögreglan hefur ekkert viljað tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í gær við tjörnina í Reykjavík. Hann var fæddur 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði í rétta átt. Enn sé verið að bíða eftir gögnum og niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum í tengslum við málið, meðal annars niðurstöðu úr krufningu svo hægt sé að segja til um dánarorsök. Aðspurður kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvort að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.Beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn Þá segir Margeir ekki tímabært að fara út í hvað hefur komið eiturefnarannsókn sem gerð var á hinum grunaða til að úrskurða um hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna þegar árásin var gerð. Verið sé að bíða eftir staðfestingu á því. Margeir vill heldur ekkert fara út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum, til að mynda hvort að játning liggi fyrir. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um aðdraganda árásarinnar en segir að það sé meðal þess sem sé til rannsóknar. Vísir greindi frá því í liðinni viku að lögreglan hefði yfirheyrt um tíu manns vegna málsins og þá væri verið að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Austurvelli til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í viku eftir árásina þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Lögreglan hefur ekkert viljað tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í gær við tjörnina í Reykjavík. Hann var fæddur 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44