Anníe Mist Þórisdóttir úr Crossfit Reykjavík og Björgvin Karl Guðmundsson úr Crossfit Hengill tóku gullverðlaunin á Dubai Fitness Championship en það tryggði þeim 50 þúsund dollara hvort, rúmlega fimm milljónir.
Höfðu þau bæði nokkra yfirburði en Annie var með 104 stiga forksot á næsta keppanda, Laura Horvath frá Ungverjalandi. Björgvin var með 47 stiga forskot á Travis Mayer frá Bandaríkjunum.
Var keppt í fjórum mismunandi settum og vann Annie í þriðju grein sem innihélt sund og hjólreiðar en í fjórum greinum lenti hún neðst í 7. sæti af 36. keppendum.
Með því að vinna grein tryggði hún sér 3000 dollara til viðbótar eða rúmlega þrjú hundruð þúsund íslenskra króna.
Er þetta annað árið í röð sem íslensk kona tekur gullverðlaunin í þessari keppni en Sara Sigmundsdóttir tók gullið í sömu keppni í fyrra.
Þurí Helgadóttir og Eik Gylfadóttir lentu í 14. og 15. sæti og Björk Óðinsdóttir í 21. sæti en það voru 36 keppendur í kvennaflokki. Fá þær allar 1000. dollara í sinn hlut en Þurí var aðeins einu sæti frá 2000 dollara verðlaunaféi.
Í karlaflokki var Björgvin eini íslenski fulltrúinn en hann náði bestum árangri í 2. grein sem var 5 km hlaup þegar hann lenti í 2. sæti. Lenti hann annars í 4. sæti, 6. sæti og 16. sæti í lokagreininni sem dugði honum til sigurs.

