Húsnæðisverð hækkaði mest á Akureyri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. desember 2017 22:45 Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira