Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:09 Klippt á borðann og samgöngumannvirkið formlega opnað. Frá vinstri: Andrés Sigurðsson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Dofri Eysteinsson. Vegagerðin Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi hafa verið tekin í notkun en unnið hefur verið að þeim frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi talið aukast verulega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu gatnamótin formlega í dag með því að klippa á borða ásamt Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og forráðamönnum verktakanna, Andrési Sigurðssyni frá Loftorku ehf. og Dofra Eysteinssyni frá Suðurverki hf.Loftmynd af nýju gatnamótunum.Hersir Gíslason.Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun. Fjögur tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðendur, Loftorku ehf. og Suðurverk hf., sem skiluðu sameiginlegu tilboði upp á rúmlega 900 milljónir króna en heildarkostnaður verksins alls verður kringum 1.100 milljónir. Allmargir undirverktakar komu einnig við sögu og eftirlit var á vegum VSÓ ráðgjafar ehf. Verksamningar voru undirritaðir 21. mars og hófst uppsteypa brúarmannvirkis 21. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson og Rósa Guðbjartsdóttir sögðu nokkur orð við athöfnina og sögu mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað auka umferðaröryggi og væri mikil samgöngubót að verkinu. Samgöngur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi hafa verið tekin í notkun en unnið hefur verið að þeim frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi talið aukast verulega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu gatnamótin formlega í dag með því að klippa á borða ásamt Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og forráðamönnum verktakanna, Andrési Sigurðssyni frá Loftorku ehf. og Dofra Eysteinssyni frá Suðurverki hf.Loftmynd af nýju gatnamótunum.Hersir Gíslason.Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun. Fjögur tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðendur, Loftorku ehf. og Suðurverk hf., sem skiluðu sameiginlegu tilboði upp á rúmlega 900 milljónir króna en heildarkostnaður verksins alls verður kringum 1.100 milljónir. Allmargir undirverktakar komu einnig við sögu og eftirlit var á vegum VSÓ ráðgjafar ehf. Verksamningar voru undirritaðir 21. mars og hófst uppsteypa brúarmannvirkis 21. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson og Rósa Guðbjartsdóttir sögðu nokkur orð við athöfnina og sögu mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað auka umferðaröryggi og væri mikil samgöngubót að verkinu.
Samgöngur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira