Forseti Íslands: Rétturinn til ágreinings undirstaða frjálsra þjóða Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:30 Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent