Donnarumma hágrét eftir leik út af stuðningsmönnum sem vilja losna við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 09:30 Gennaro Gattuso reynir að hugga Gianluigi Donnarumma. vísir/getty Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga. Ítalski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga.
Ítalski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira