Donnarumma hágrét eftir leik út af stuðningsmönnum sem vilja losna við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 09:30 Gennaro Gattuso reynir að hugga Gianluigi Donnarumma. vísir/getty Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga. Ítalski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga.
Ítalski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira