Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2017 08:00 Forseti ASÍ segir að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. vísir/vilhelm „Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira