Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. desember 2017 06:30 Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember. vísir/stefán Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira