Aldís fær engar bætur frá ríkinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 15:30 Aldís Hilmarsdóttir þegar mál hennar var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. Vísir/Eyþór Aldís Hilmarsdóttir fær engar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og sýknaði ríkið í málinu. Þá var málskostnaður felldur niður. Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðuninnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Hún sakaði lögreglustjóra jafnframt um einelti á vinnustað. Þannig hefði Sigríður Björk meðal annars lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk. Lögreglustjóri hafi einnig neitað Aldísi um andmælarétt. Ríkislögmaður fullyrti á móti að lögreglustjóri hafi haft fulla heimild til að breyta starfsskyldum Aldísar tímabundið. Málið var upphaflega flutt í september en það þurfti að endurflytja í síðasta mánuði vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna. Lögmaður Aldísar vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna við dómsuppkvaðningu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirBlandaðist klofningi og spillingarásökunum innan fíkniefnadeildarinnar Inn í mál Aldísar blandaðist rannsókn á meintri spillingu lögreglufulltrúa fíkniefnadeildarinnar sem var náinn samstarfsmaður hennar. Sá vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess að hann var leystur frá störfum á meðan rannsóknin stóð yfir. Honum voru dæmdar rúmar tvær milljónir króna í bætur en ríkið áfrýjaði dómnum. Rannsóknin á honum var síðar felld niður. Héraðsdómur taldi rannsóknina hafa aðeins byggst á órökstuddum ásökunum frá upphafi og að viðbrögð lögreglustjóra við þeim hafi verið óþörf og ólögmæt. Fíkniefnadeildin hafði verið mikið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma en annar starfsmaður hennar var síðar sakfelldur fyrir spillingu. Vitni sem gáfu framburð í máli Aldísar lýstu því hvernig fíkniefnadeildin hefði logað stafnanna á milli vegna illdeilna á milli ólíkra hópa. Í máli samfstarfsmanns Aldísar sem voru dæmdar bætur sagði Héraðsdómur að spillingarásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafi að líkindum ætt rætur sínar í persónulegri óvild annarra starfsmanna deildarinnar og „óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumanna á bar“ í návist aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum. Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir fær engar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og sýknaði ríkið í málinu. Þá var málskostnaður felldur niður. Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðuninnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Hún sakaði lögreglustjóra jafnframt um einelti á vinnustað. Þannig hefði Sigríður Björk meðal annars lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk. Lögreglustjóri hafi einnig neitað Aldísi um andmælarétt. Ríkislögmaður fullyrti á móti að lögreglustjóri hafi haft fulla heimild til að breyta starfsskyldum Aldísar tímabundið. Málið var upphaflega flutt í september en það þurfti að endurflytja í síðasta mánuði vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna. Lögmaður Aldísar vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna við dómsuppkvaðningu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirBlandaðist klofningi og spillingarásökunum innan fíkniefnadeildarinnar Inn í mál Aldísar blandaðist rannsókn á meintri spillingu lögreglufulltrúa fíkniefnadeildarinnar sem var náinn samstarfsmaður hennar. Sá vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess að hann var leystur frá störfum á meðan rannsóknin stóð yfir. Honum voru dæmdar rúmar tvær milljónir króna í bætur en ríkið áfrýjaði dómnum. Rannsóknin á honum var síðar felld niður. Héraðsdómur taldi rannsóknina hafa aðeins byggst á órökstuddum ásökunum frá upphafi og að viðbrögð lögreglustjóra við þeim hafi verið óþörf og ólögmæt. Fíkniefnadeildin hafði verið mikið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma en annar starfsmaður hennar var síðar sakfelldur fyrir spillingu. Vitni sem gáfu framburð í máli Aldísar lýstu því hvernig fíkniefnadeildin hefði logað stafnanna á milli vegna illdeilna á milli ólíkra hópa. Í máli samfstarfsmanns Aldísar sem voru dæmdar bætur sagði Héraðsdómur að spillingarásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafi að líkindum ætt rætur sínar í persónulegri óvild annarra starfsmanna deildarinnar og „óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumanna á bar“ í návist aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum.
Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00
Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00