Heklar flestar jólagjafirnar sjálf Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 13. desember 2017 13:31 Ella hefur heklað síðan 2012 og heklar nú flestar jólagjafirnar. MYND/STEFÁN Ella Helgadóttir byrjaði að hekla fyrir fimm árum og í ár heklar hún flestar jólagjafirnar sem hún gefur. Hún segir auðvelt að læra að hekla og að eitt það allra besta við jólin sé að sjá viðbrögð fólks við heimagerðu gjöfunumElla Helgadóttir byrjaði að hekla fyrir fimm árum og í ár heklar hún flestar jólagjafirnar sem hún gefur. Amigurumi-hundur og amigurumi-dúkka sem Ella gerði fyrir vin sinn sem er kokkur.MYND/ELLAHELGADÓTTIR Hún segir auðvelt að læra að hekla og að eitt það allra besta við jólin sé að sjá viðbrögð fólks við heimagerðu gjöfunum. „Ég byrjaði að hekla um jólaleytið 2012, þá byrjaði heklpestin,“ segir Ella í gríni. „Ég var nýorðin öryrki og var alltaf heima. Mig langaði að hekla eitt teppi en svo bara vatt þetta svona upp á sig og ég hef ekki hætt síðan.“ Einfalt og fjölbreytt „Það er alltaf erfitt að byrja á einhverju sem maður hefur aldrei prófað áður, en þetta er mun einfaldara en fólk heldur,“ segir Ella. „Með því að horfa á myndbönd á YouTube og finna uppskriftir á Google var þetta mjög fljótt að koma. Hver sem er getur heklað,“ segir Ella. „Ég myndi segja að maður þurfi að læra tvö mismunandi spor, einfalt og tvöfalt og ef þú kannt þau ertu með þetta allt. Það er mun erfiðara að prjóna en að hekla.“ Ella segist hekla mjög fjölbreytta hluti. „Ég hekla allan fjandann. Ég er mikið í svona litlum dúkkum sem heita amigurumi, en það er japanskt orð sem þýðir bara litlar, handgerðar dúkkur,“ segir hún. „Ég geri líka rosalega mikið af teppum, púðum og fötum, myndir, servíettuhringi, hekla utan um krukkur, kisubæli og körfur. Það er í rauninni hægt að gera allt.“ Sérsmíðaðar gjafir Ella segir ekki erfitt að finna hugmyndir að gjöfum og að hún geri aldrei það sama tvisvar. „Ég vel í rauninni hvað ég hekla út frá manneskjunni sem ég er að hekla fyrir,“ segir hún. „Ég reyni að finna eitthvað sem annaðhvort tengist áhugamáli eða þau vantar. Tetris-teppi sem Ella heklaði.MYND/ELLAHELGADÓTTIR Ég geri mikið af amigurumi, því það er svo gaman,“ segir Ella. „Það er fljótgert og svo sætt að þetta slær alltaf í gegn. Það er alveg hægt að gera þær nákvæmlega eins og maður vill. Maður er með grunnuppskrift og svo er hægt að setja þá aukahluti og föt sem maður vill á dúkkuna. Fyrst fékk ég uppskriftirnar á netinu en núna er ég farin að búa þær til sjálf,“ segir Ella. „Annars nota ég Pinterest og ravelry.com til að fá hugmyndir. Oftast breyti ég þeim svo eitthvað aðeins eða sameina hluta úr mismunandi uppskriftum, til að þær henti betur fyrir mig eða þann sem fær gjöfina.“ Viðbrögðin gefa svo mikið Ella segist hekla fyrir aðra því henni finnst gaman að gefa gjafir sem tengjast einstaklingunum, áhugamálum þeirra eða vinnu. Hún segir að viðbrögðin við gjöfunum og góði maturinn sé það besta við jólin. „Í ár er ég að gefa sjö eða átta heklaðar jólagjafir og það er miklu skemmtilegra að gefa þær en rauðvínsglös eða eitthvað, en ég er samt alltaf stressuð að sjá hvernig viðbrögðin verða. Þetta kemur svo beint frá manni,“ segir hún. „En ég fæ alltaf rosalega góð viðbrögð og það gefur mér svo mikið. Fólk skilur hvað fer í þetta og það verða allir svo sáttir, sama hver gjöfin er.“ Amigurumi hundur eftir Ellu.MYND/ELLAHELGADÓTTIR Jól Prjónaskapur Föndur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Jólastressið hverfur með sjósundi Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Ella Helgadóttir byrjaði að hekla fyrir fimm árum og í ár heklar hún flestar jólagjafirnar sem hún gefur. Hún segir auðvelt að læra að hekla og að eitt það allra besta við jólin sé að sjá viðbrögð fólks við heimagerðu gjöfunumElla Helgadóttir byrjaði að hekla fyrir fimm árum og í ár heklar hún flestar jólagjafirnar sem hún gefur. Amigurumi-hundur og amigurumi-dúkka sem Ella gerði fyrir vin sinn sem er kokkur.MYND/ELLAHELGADÓTTIR Hún segir auðvelt að læra að hekla og að eitt það allra besta við jólin sé að sjá viðbrögð fólks við heimagerðu gjöfunum. „Ég byrjaði að hekla um jólaleytið 2012, þá byrjaði heklpestin,“ segir Ella í gríni. „Ég var nýorðin öryrki og var alltaf heima. Mig langaði að hekla eitt teppi en svo bara vatt þetta svona upp á sig og ég hef ekki hætt síðan.“ Einfalt og fjölbreytt „Það er alltaf erfitt að byrja á einhverju sem maður hefur aldrei prófað áður, en þetta er mun einfaldara en fólk heldur,“ segir Ella. „Með því að horfa á myndbönd á YouTube og finna uppskriftir á Google var þetta mjög fljótt að koma. Hver sem er getur heklað,“ segir Ella. „Ég myndi segja að maður þurfi að læra tvö mismunandi spor, einfalt og tvöfalt og ef þú kannt þau ertu með þetta allt. Það er mun erfiðara að prjóna en að hekla.“ Ella segist hekla mjög fjölbreytta hluti. „Ég hekla allan fjandann. Ég er mikið í svona litlum dúkkum sem heita amigurumi, en það er japanskt orð sem þýðir bara litlar, handgerðar dúkkur,“ segir hún. „Ég geri líka rosalega mikið af teppum, púðum og fötum, myndir, servíettuhringi, hekla utan um krukkur, kisubæli og körfur. Það er í rauninni hægt að gera allt.“ Sérsmíðaðar gjafir Ella segir ekki erfitt að finna hugmyndir að gjöfum og að hún geri aldrei það sama tvisvar. „Ég vel í rauninni hvað ég hekla út frá manneskjunni sem ég er að hekla fyrir,“ segir hún. „Ég reyni að finna eitthvað sem annaðhvort tengist áhugamáli eða þau vantar. Tetris-teppi sem Ella heklaði.MYND/ELLAHELGADÓTTIR Ég geri mikið af amigurumi, því það er svo gaman,“ segir Ella. „Það er fljótgert og svo sætt að þetta slær alltaf í gegn. Það er alveg hægt að gera þær nákvæmlega eins og maður vill. Maður er með grunnuppskrift og svo er hægt að setja þá aukahluti og föt sem maður vill á dúkkuna. Fyrst fékk ég uppskriftirnar á netinu en núna er ég farin að búa þær til sjálf,“ segir Ella. „Annars nota ég Pinterest og ravelry.com til að fá hugmyndir. Oftast breyti ég þeim svo eitthvað aðeins eða sameina hluta úr mismunandi uppskriftum, til að þær henti betur fyrir mig eða þann sem fær gjöfina.“ Viðbrögðin gefa svo mikið Ella segist hekla fyrir aðra því henni finnst gaman að gefa gjafir sem tengjast einstaklingunum, áhugamálum þeirra eða vinnu. Hún segir að viðbrögðin við gjöfunum og góði maturinn sé það besta við jólin. „Í ár er ég að gefa sjö eða átta heklaðar jólagjafir og það er miklu skemmtilegra að gefa þær en rauðvínsglös eða eitthvað, en ég er samt alltaf stressuð að sjá hvernig viðbrögðin verða. Þetta kemur svo beint frá manni,“ segir hún. „En ég fæ alltaf rosalega góð viðbrögð og það gefur mér svo mikið. Fólk skilur hvað fer í þetta og það verða allir svo sáttir, sama hver gjöfin er.“ Amigurumi hundur eftir Ellu.MYND/ELLAHELGADÓTTIR
Jól Prjónaskapur Föndur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Jólastressið hverfur með sjósundi Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira