Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 12. desember 2017 21:08 Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30
Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58