Magðalena segir skelfilegt að sjá aðstæður í Tyrklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 08:00 Hópurinn sem Magðalena var með í Ankara heimsótti líka hjálparstöð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þar sá hún þessa mynd sem eitt barnanna hafði teiknað. Magðalena Kjartansdóttir „Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað. Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað.
Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira