Óþefur frá moltugerði að angra Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Moltugerði Gámaþjónustunnar er vestan við Stórhöfða, rúma tvo kílómetra suður af Vallahverfi þaðan sem kvartanir berast. Vísir/Eyþór „Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira