Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 20:12 Opinber fréttaveita Norður-Kóreu sendi þessa mynd frá sér um mánaðarmótin þar sem sjá má íbúa Pyongyang fagna tilraunaskoti sem framkvæmt var þann 29. nóvember. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún. Norður-Kórea Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún.
Norður-Kórea Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira