Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 68-87 | KR-ingar gæddu sér á bitlausum ljónum Magnús Einþór Áskelsson skrifar 11. desember 2017 23:00 vísir/anton KR-ingar tryggðu sér sæti í Höllinni með öruggum sigri gegn Njaðrvíkingum í 8-liða úrslitum Maltbikarkeppnis karla.. KR-ingar höfðu tögl og haldir á þessum leik og lögðu grunninn að sigrinum í fyrri háfleik. Eftir jafnræði framan að fyrsta leikhluta gáfu KRingar í bæði í vörn og sókn og leiddu með þrettán stigum 11-24. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum fyrir KR-inga á þessum kafla og skoraði sex stig á skömmum tíma. KR hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta, spiluðu fast og ýttu Njarðvíkingum út úr sínum aðgerðum. T.d. skoraði helsti skorari Njarðvíkinga Terrel Vinson aðeins fimm stig í hálfleiknum og héldu gestirnir heimamönnum í 31 stigum í kvöld sem er ansi vel af sér vikið á erfiðum útivelli. En KR leiddi í leikhléi 31-47 og ansi brött brekka sem beið heimamanna í síðari hálfeik. Í þriðja leikhluta reyndu Njarðvíkingar allt sitt í að minnka muninn og komu honum mest niður í sjö stig þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Maciek Baginski að draga vagninn fyrir heimamenn í fjórðungnum og Terrel Vinson náði að losa sig úr gæslunni. Þegar um 24 sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum í stöðunni 53-60 fær Logi Gunnarsson galopinn þrist fyrir Njarðvík sem geigar. KR-ingar fara í sókn og Brynjar Þór Björnsson setur þrist leið og flautan gellur og kemur muninum aftur í tíu stig 53-63. Þetta var stórt móment og tók mikinn kraft úr heimamönnum. Í fjórða leikhluta var bensínið búið hjá heimamönnum og gengu KR-ingar á lagið og kláruðu leikinn örugglega og var leikurinn búinn þegar um 5 mínútur lifðu leiks. Allt fell í dúnalogn á pöllunum og leikhlutinn aðeins formsatriði. KR-ingar sigldu öruggum sigri í höfn 68-85 og verða því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit í Maltbikarkeppninni fjórða árið í röð.Af hverju vann KR? KR-ingar mættu tilbúnir til leiks í kvöld, voru framar á öllum sviðum körfuboltans. Spiluðu grimma og frábæra vörn sem var grunnurinn að sigrinum. Þeir tóku aragrúa af sóknarfráköstum sem gaf þeim annað skot sem skilaði oftast stigum á töfluna. Fá lið sem vinna KR í slíkum ham. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvík spilaði Maciek Baginski manna best skoraði 20 stig og dreif lið sitt áfram sérstaklega í þriðja leikhluta þegar Njarðvík reyndi að komast nær KR-ingum. Hjá KR áttu margir skínandi leik. Kristófer Acox var þeirra stigahæstur með 18 stig, Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum en hann skilaði 13. stigum og reif niður 10 fráköst, þar af fimm sóknarfráköst.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga gekk alls ekki upp í kvöld, mikið um einstaklingsframtök og lítið flæði gegn frábærri vörn KRinga. Njarðvíkingar voru líka undir í frákastabaráttunni þrátt fyrir að vera með öfluga menn í kringum körfuna. Heimamenn fengu einnig lítið framlag frá bekknum í kvöld.Tölfræði sem vekur athygli KR-ingar jörðuðu frákastabaráttuna með því að taka 48 fráköst gegn 36 fráköstum Njarðvíkinga. Gestirnir rifu einnig niður 16 sóknarfráköst sem skiluðu oftar en ekki stigum í körfuna. Njarðvíkingar voru einnig ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir voru aðeins með 25% hittni, 5/20.Hvað gerist næst? Njarðvík hefur lokið keppni í Maltbikarnum þetta árið, en við tekur síðasti leikur fyrir jól í Dominos-sdeild karla gegn Hetti á fimmtudagskvöldið, sigur í þeim leik getur komið þeim upp í fjórða sæti í deildinni. KR-ingar verða í hattinum þegar dregið verður í undanúrslit ásamt Haukum, Tindastól og Breiðablik, þeir fá svo Þór Þorlákshöfn í heimsókn í DHL-höllina í síðasta leik fyrir jólafrí í Dominos-deildinni.Njarðvík-KR 68-85 (11-24, 31-47, 53-63, 68-85)Njarðvík: Maciek Baginski 20, Terrell Vinson 15/11 fráköst, Logi Gunnarsson 15, Oddur Rúnar Kristinsson 8, Ragnar Nathanaelsson 5/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Vilhjálmur Theódorsson 0 ,Brynjar Þór Guðnasson 0,Gabríel Sindri Möller 0.KR: Kristófer Acox 18, Björn Kristjánsson 15, Sigurður Þorvaldsson 13/10 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Brynjar Þór Björnsson 10, Pavel Ermolinskij 9, Jalen Jenkins 5, Alen Carter 5, Orri Hilmarsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 0, Benedikt Lárusson 0.Daníel Guðmundsson: Hundlélegt hjá okkur Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur í leikslok og fannst liðið koma flatt til leiks gegn sterkum KR-ingum. „Þetta var hundlélegt hjá okkur og endaði í allt of mörgum stigum. Við vorum komnir með þetta í sex til sjö stig en svo hættum við að gera það sem við gerum vel. það er stundum erfitt að átta sig á þessu hvernig þessi helvítis körfubolti virkar. Við komum mjög flatir til leiks og er það áhyggjuefni hvernig við höfum komið til leiks undanfarið, síðasti leikur var frábær en það er bara sérstakt að hætta að gera það sem við gerum vel og fara gera eitthvað annað og það er bara uppskrift af einhverju slæmu” sagði hann. Næsti leikur bíður gegn Hetti og ef hann vinnst er líklegt að Njarðvík verði í heimavallarrétt þegar jólafríið skellur á. Daníel hefur vissar áhyggjur af þeim leik miðað við spilamennsku sinna manna á heimavelli í undanförnum tveimur heimaleikjum og vildi ekki tala um það að það væri skyldusigur. „Það er stefnan en maður er bara sársvekktur eftir þennann leik að missa af Höllinni en KR með frábært lið og alltaf erfitt að mæta þeim, mér fannst þetta bara óþarflega lélegt af okkar hálfu í kvöld að gera þetta ekki að leik á okkar heimavelli, tvö töp á heimavelli í röð núna og það er bara hundfúlt.En það er Höttur á fimmtudaginn og við þurfum að gera eitthvað mikið til að ná sigur í þeim leik.” Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Kristinn Pálsson á heimleið frá Bandaríkjunum og Njarðvík líklegasti næsti viðkomustaður hans. Daníel hefur ekki sjálfur talað við hann enn þá en heyra mátti að það sér ansi líklegt að hann verði kominn í Ljónagryfjuna innan skamms. „Ég get eiginlega ekkert sagt um það, ég er ekki búinn að tala við hann sjálfur en það væri óskandi fyrir okkar hóp að fá hann til liðs við okkur. Við vitum alveg hversu góður hann er sem leikmaður og liðsfélagi, bara frábær drengur og það væri virkilega sterkt fyrir okkar lið. En eins og ég segi ég á eftir að ræða við hann og finna einhvern flöt á þessu þannig að það er bara vonandi stefnan.”Finnur Stefánsson: Vorum þolinmóðir Finnur Stefánsson, þjálfari KR-inga var ánægður með leik sinna manna í kvöld, ekki á hverjum degi sem hann vinnur svona öruggan sigur í Ljónagryfjunni. Stór skot sem duttu gegn áhlaupi Njarðvíkingar og þolinmæði sem honum fannst landa þessum sigri í kvöld. „Heilt yfir bara flottur leikur mér fannst við gera vel. Dettum aðeins soft í þriðja leikhlutanum en náum að halda sjó og klárum þetta svo öruggt hér í lokin, eitthvað sem maður er ekki vanur að gera hér í Ljónagryfjunni. Að vissu leyti gekk gameplanið upp, vorum stundum að flýta okkur of mikið og gerum klaufaleg mistök, en þegar við vorum þolinmóðir vorum við að fá þær opnanir sem við vildum,“ sagði Finnur Freyr. „Í þriðja leikhlutanum snýst dæmið aðeins við þeir fara að spila fast á okkur og staðinn fyrir að vera þolinmóðir og mæta þeim eðililega þá bökkum við aðeins og gefum þeim frumkvæðið í leiknum. En stórar körfur í lok fjórðungsins, Siggi með buzzer á skotklukkunni og Brynjar með eina í lok þriðja svo kemur Darri með eina rándýra í fjórða leikhluta sem drepur þetta hjá þeim. Það í bland við ágætis leik hafi tryggt þetta.” Aðspurður hvort KR væri komið í gang vildi Finnur meina að þeir ættu enn þá mikið inni en var sáttur með stöðuna sem KR væri í miðað við hvernig fólk væri búið að tala um spilamennsku þeirra í haust. „Nei, nei við eigum helling inni maður, margt í okkar leik sem má fara betur. En það er gleðiefni að það sé búið að tala um að við séu búnir að spila illa, en við erum jafnir liðunum á toppnum og komnir í Höllina fjórða árið í röð þannig að ef það er slæmt þá tökum við því bara.“ Dominos-deild karla
KR-ingar tryggðu sér sæti í Höllinni með öruggum sigri gegn Njaðrvíkingum í 8-liða úrslitum Maltbikarkeppnis karla.. KR-ingar höfðu tögl og haldir á þessum leik og lögðu grunninn að sigrinum í fyrri háfleik. Eftir jafnræði framan að fyrsta leikhluta gáfu KRingar í bæði í vörn og sókn og leiddu með þrettán stigum 11-24. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum fyrir KR-inga á þessum kafla og skoraði sex stig á skömmum tíma. KR hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta, spiluðu fast og ýttu Njarðvíkingum út úr sínum aðgerðum. T.d. skoraði helsti skorari Njarðvíkinga Terrel Vinson aðeins fimm stig í hálfleiknum og héldu gestirnir heimamönnum í 31 stigum í kvöld sem er ansi vel af sér vikið á erfiðum útivelli. En KR leiddi í leikhléi 31-47 og ansi brött brekka sem beið heimamanna í síðari hálfeik. Í þriðja leikhluta reyndu Njarðvíkingar allt sitt í að minnka muninn og komu honum mest niður í sjö stig þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Maciek Baginski að draga vagninn fyrir heimamenn í fjórðungnum og Terrel Vinson náði að losa sig úr gæslunni. Þegar um 24 sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum í stöðunni 53-60 fær Logi Gunnarsson galopinn þrist fyrir Njarðvík sem geigar. KR-ingar fara í sókn og Brynjar Þór Björnsson setur þrist leið og flautan gellur og kemur muninum aftur í tíu stig 53-63. Þetta var stórt móment og tók mikinn kraft úr heimamönnum. Í fjórða leikhluta var bensínið búið hjá heimamönnum og gengu KR-ingar á lagið og kláruðu leikinn örugglega og var leikurinn búinn þegar um 5 mínútur lifðu leiks. Allt fell í dúnalogn á pöllunum og leikhlutinn aðeins formsatriði. KR-ingar sigldu öruggum sigri í höfn 68-85 og verða því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit í Maltbikarkeppninni fjórða árið í röð.Af hverju vann KR? KR-ingar mættu tilbúnir til leiks í kvöld, voru framar á öllum sviðum körfuboltans. Spiluðu grimma og frábæra vörn sem var grunnurinn að sigrinum. Þeir tóku aragrúa af sóknarfráköstum sem gaf þeim annað skot sem skilaði oftast stigum á töfluna. Fá lið sem vinna KR í slíkum ham. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvík spilaði Maciek Baginski manna best skoraði 20 stig og dreif lið sitt áfram sérstaklega í þriðja leikhluta þegar Njarðvík reyndi að komast nær KR-ingum. Hjá KR áttu margir skínandi leik. Kristófer Acox var þeirra stigahæstur með 18 stig, Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum en hann skilaði 13. stigum og reif niður 10 fráköst, þar af fimm sóknarfráköst.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga gekk alls ekki upp í kvöld, mikið um einstaklingsframtök og lítið flæði gegn frábærri vörn KRinga. Njarðvíkingar voru líka undir í frákastabaráttunni þrátt fyrir að vera með öfluga menn í kringum körfuna. Heimamenn fengu einnig lítið framlag frá bekknum í kvöld.Tölfræði sem vekur athygli KR-ingar jörðuðu frákastabaráttuna með því að taka 48 fráköst gegn 36 fráköstum Njarðvíkinga. Gestirnir rifu einnig niður 16 sóknarfráköst sem skiluðu oftar en ekki stigum í körfuna. Njarðvíkingar voru einnig ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir voru aðeins með 25% hittni, 5/20.Hvað gerist næst? Njarðvík hefur lokið keppni í Maltbikarnum þetta árið, en við tekur síðasti leikur fyrir jól í Dominos-sdeild karla gegn Hetti á fimmtudagskvöldið, sigur í þeim leik getur komið þeim upp í fjórða sæti í deildinni. KR-ingar verða í hattinum þegar dregið verður í undanúrslit ásamt Haukum, Tindastól og Breiðablik, þeir fá svo Þór Þorlákshöfn í heimsókn í DHL-höllina í síðasta leik fyrir jólafrí í Dominos-deildinni.Njarðvík-KR 68-85 (11-24, 31-47, 53-63, 68-85)Njarðvík: Maciek Baginski 20, Terrell Vinson 15/11 fráköst, Logi Gunnarsson 15, Oddur Rúnar Kristinsson 8, Ragnar Nathanaelsson 5/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Vilhjálmur Theódorsson 0 ,Brynjar Þór Guðnasson 0,Gabríel Sindri Möller 0.KR: Kristófer Acox 18, Björn Kristjánsson 15, Sigurður Þorvaldsson 13/10 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Brynjar Þór Björnsson 10, Pavel Ermolinskij 9, Jalen Jenkins 5, Alen Carter 5, Orri Hilmarsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 0, Benedikt Lárusson 0.Daníel Guðmundsson: Hundlélegt hjá okkur Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur í leikslok og fannst liðið koma flatt til leiks gegn sterkum KR-ingum. „Þetta var hundlélegt hjá okkur og endaði í allt of mörgum stigum. Við vorum komnir með þetta í sex til sjö stig en svo hættum við að gera það sem við gerum vel. það er stundum erfitt að átta sig á þessu hvernig þessi helvítis körfubolti virkar. Við komum mjög flatir til leiks og er það áhyggjuefni hvernig við höfum komið til leiks undanfarið, síðasti leikur var frábær en það er bara sérstakt að hætta að gera það sem við gerum vel og fara gera eitthvað annað og það er bara uppskrift af einhverju slæmu” sagði hann. Næsti leikur bíður gegn Hetti og ef hann vinnst er líklegt að Njarðvík verði í heimavallarrétt þegar jólafríið skellur á. Daníel hefur vissar áhyggjur af þeim leik miðað við spilamennsku sinna manna á heimavelli í undanförnum tveimur heimaleikjum og vildi ekki tala um það að það væri skyldusigur. „Það er stefnan en maður er bara sársvekktur eftir þennann leik að missa af Höllinni en KR með frábært lið og alltaf erfitt að mæta þeim, mér fannst þetta bara óþarflega lélegt af okkar hálfu í kvöld að gera þetta ekki að leik á okkar heimavelli, tvö töp á heimavelli í röð núna og það er bara hundfúlt.En það er Höttur á fimmtudaginn og við þurfum að gera eitthvað mikið til að ná sigur í þeim leik.” Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Kristinn Pálsson á heimleið frá Bandaríkjunum og Njarðvík líklegasti næsti viðkomustaður hans. Daníel hefur ekki sjálfur talað við hann enn þá en heyra mátti að það sér ansi líklegt að hann verði kominn í Ljónagryfjuna innan skamms. „Ég get eiginlega ekkert sagt um það, ég er ekki búinn að tala við hann sjálfur en það væri óskandi fyrir okkar hóp að fá hann til liðs við okkur. Við vitum alveg hversu góður hann er sem leikmaður og liðsfélagi, bara frábær drengur og það væri virkilega sterkt fyrir okkar lið. En eins og ég segi ég á eftir að ræða við hann og finna einhvern flöt á þessu þannig að það er bara vonandi stefnan.”Finnur Stefánsson: Vorum þolinmóðir Finnur Stefánsson, þjálfari KR-inga var ánægður með leik sinna manna í kvöld, ekki á hverjum degi sem hann vinnur svona öruggan sigur í Ljónagryfjunni. Stór skot sem duttu gegn áhlaupi Njarðvíkingar og þolinmæði sem honum fannst landa þessum sigri í kvöld. „Heilt yfir bara flottur leikur mér fannst við gera vel. Dettum aðeins soft í þriðja leikhlutanum en náum að halda sjó og klárum þetta svo öruggt hér í lokin, eitthvað sem maður er ekki vanur að gera hér í Ljónagryfjunni. Að vissu leyti gekk gameplanið upp, vorum stundum að flýta okkur of mikið og gerum klaufaleg mistök, en þegar við vorum þolinmóðir vorum við að fá þær opnanir sem við vildum,“ sagði Finnur Freyr. „Í þriðja leikhlutanum snýst dæmið aðeins við þeir fara að spila fast á okkur og staðinn fyrir að vera þolinmóðir og mæta þeim eðililega þá bökkum við aðeins og gefum þeim frumkvæðið í leiknum. En stórar körfur í lok fjórðungsins, Siggi með buzzer á skotklukkunni og Brynjar með eina í lok þriðja svo kemur Darri með eina rándýra í fjórða leikhluta sem drepur þetta hjá þeim. Það í bland við ágætis leik hafi tryggt þetta.” Aðspurður hvort KR væri komið í gang vildi Finnur meina að þeir ættu enn þá mikið inni en var sáttur með stöðuna sem KR væri í miðað við hvernig fólk væri búið að tala um spilamennsku þeirra í haust. „Nei, nei við eigum helling inni maður, margt í okkar leik sem má fara betur. En það er gleðiefni að það sé búið að tala um að við séu búnir að spila illa, en við erum jafnir liðunum á toppnum og komnir í Höllina fjórða árið í röð þannig að ef það er slæmt þá tökum við því bara.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti