Allt að fimmtán milljarða innspýting Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. desember 2017 06:00 Oddvitar stjórnarflokkana á góðri stundu í Ráðherrabústaðnum. vísir/eyþór Gert er ráð fyrir allt að fimmtán milljarða innspýtingu í rekstur bæði heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins umfram það sem stefnt var að með fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Það verður lagt fram á fimmtudaginn. Töluverð útgjöld eru einnig ætluð í samgöngumál auk þess sem efla á löggæslu og bæta þjónustu víða um land fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Innspýtingin fer í hina opinberu heilbrigðisþjónustu; Landspítalann, heilsugæsluna og hinar almennu sjúkrastofnanir um landið,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og bætir við: „Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur. Þannig að það er kominn tími til að þessir innviðir fari að finna fyrir því að okkur er að ganga betur.“ Svandís hyggst leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um málefni Landspítalans. „Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum. Að þessum þætti þurfum við að vinna saman, við menntamálaráðherra,“ segir Svandís. Menntamálaráðherra tekur heils hugar undir þessi orð Svandísar og segir brýnt að taka upp þverfarlega samvinnu varðandi rannsóknir og þróun á þessum vettvangi. „Það verður stóraukin áhersla á menntamál í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám. Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Gert er ráð fyrir allt að fimmtán milljarða innspýtingu í rekstur bæði heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins umfram það sem stefnt var að með fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Það verður lagt fram á fimmtudaginn. Töluverð útgjöld eru einnig ætluð í samgöngumál auk þess sem efla á löggæslu og bæta þjónustu víða um land fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Innspýtingin fer í hina opinberu heilbrigðisþjónustu; Landspítalann, heilsugæsluna og hinar almennu sjúkrastofnanir um landið,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og bætir við: „Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur. Þannig að það er kominn tími til að þessir innviðir fari að finna fyrir því að okkur er að ganga betur.“ Svandís hyggst leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um málefni Landspítalans. „Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum. Að þessum þætti þurfum við að vinna saman, við menntamálaráðherra,“ segir Svandís. Menntamálaráðherra tekur heils hugar undir þessi orð Svandísar og segir brýnt að taka upp þverfarlega samvinnu varðandi rannsóknir og þróun á þessum vettvangi. „Það verður stóraukin áhersla á menntamál í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám. Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira