Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2017 21:56 Jón Gunnarsson þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og að ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins. Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins.
Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira