Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, er besti markvörður Norðurlandanna að mati vefsíðunnar Women´s Soccer Zone.
Guðbjörg átti gott tímabil með Djurgården og var tilnefnd sem markvörður ársins í Svíþjóð. Guðbjörg hélt hreinu í sex af 20 leikjum Djurgården sem endaði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Þeir leikmenn sem spiluðu í Noregi, Svíþjóð og Noregi á síðasta tímabili komu til greina í valinu.
Guðbjörg var í 11. sæti á listanum yfir bestu leikmenn þessara deilda og eini markvörðurinn á meðal 20 efstu.
Guðbjörg er jafnframt eini Íslendingurinn á listanum sem má sjá með því að smella hér.
