Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aldrei hærri Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira