Gísli Örn hafnaði boði um að setja upp söngleik um Amy Winehouse Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 18:57 Faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, bað Gísla Örn Garðarsson um að leikstýra söngleik um Amy árið 2015. Vísir/Ernir/Getty Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarson hafnaði boði Mitch Winehouse, föður söngkonunnar Amy Winehouse, um að leikstýra söngleik um Amy sem lést árið 2011. Gísli Örn var gestur Sólmundar Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur í Rás 2 í morgun. Í þættinum sagði Gísli frá því að árið 2015 hafi faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, beðið hann um að leikstýra söngleik um dóttur sína. Með söngleiknum vildi Mitch leiðrétta ýmislegt sem kom fram í heimildarmyndinni Amy, sem gefin var út árið 2015 og fjallaði um ævi, störf og andlát söngkonunnar. Myndina sagði Gísli ekki hafa komið vel út fyrir Mitch. „Hún var náttúrulega rosalega óhagstæð honum, pabba hennar. Hann kemur eiginlega út í þeirri mynd sem maðurinn sem hafi nánast klárað líf hennar,“ sagði Gísli á Rás 2 í morgun.Mitch WInehouse sést hér með styttu af dóttur sinni Amy. Hulunni var svipt af styttunni í London árið 2014, þremur árum eftir dauða hennar.Vísir/GettyHefði verið geggjað Símtalið frá Mitch Winehouse barst Gísla þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Mitch hringdi í Gísla í gegnum Skype og sagði að allt sem kom fram um hann í heimildarmyndinni hefði verið rangt. Mitch þvertók fyrir að hafa valdið dauða dóttur sinnar og að þeirri hugmynd þyrfti að kollvarpa. „Þá var hann að biðja mig að leikstýra söngleik sem hann ætlaði að vera eins og skuggi yfir og passa að þetta yrði eins og honum finnst þetta eigi að vera,“ sagði Gísli. Gísli afþakkaði þó boðið en sagði að það hefði óneitanlega verið geggjað að gera söngleik um Amy Winehouse – að því gefnu að pabbi hennar hefði ekki ráðið för. Þá vissi Gísli ekki til þess að umræddur söngleikur væri nokkurs staðar á dagskrá. Tengdar fréttir Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25 Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30 Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30 Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00 „Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarson hafnaði boði Mitch Winehouse, föður söngkonunnar Amy Winehouse, um að leikstýra söngleik um Amy sem lést árið 2011. Gísli Örn var gestur Sólmundar Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur í Rás 2 í morgun. Í þættinum sagði Gísli frá því að árið 2015 hafi faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, beðið hann um að leikstýra söngleik um dóttur sína. Með söngleiknum vildi Mitch leiðrétta ýmislegt sem kom fram í heimildarmyndinni Amy, sem gefin var út árið 2015 og fjallaði um ævi, störf og andlát söngkonunnar. Myndina sagði Gísli ekki hafa komið vel út fyrir Mitch. „Hún var náttúrulega rosalega óhagstæð honum, pabba hennar. Hann kemur eiginlega út í þeirri mynd sem maðurinn sem hafi nánast klárað líf hennar,“ sagði Gísli á Rás 2 í morgun.Mitch WInehouse sést hér með styttu af dóttur sinni Amy. Hulunni var svipt af styttunni í London árið 2014, þremur árum eftir dauða hennar.Vísir/GettyHefði verið geggjað Símtalið frá Mitch Winehouse barst Gísla þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Mitch hringdi í Gísla í gegnum Skype og sagði að allt sem kom fram um hann í heimildarmyndinni hefði verið rangt. Mitch þvertók fyrir að hafa valdið dauða dóttur sinnar og að þeirri hugmynd þyrfti að kollvarpa. „Þá var hann að biðja mig að leikstýra söngleik sem hann ætlaði að vera eins og skuggi yfir og passa að þetta yrði eins og honum finnst þetta eigi að vera,“ sagði Gísli. Gísli afþakkaði þó boðið en sagði að það hefði óneitanlega verið geggjað að gera söngleik um Amy Winehouse – að því gefnu að pabbi hennar hefði ekki ráðið för. Þá vissi Gísli ekki til þess að umræddur söngleikur væri nokkurs staðar á dagskrá.
Tengdar fréttir Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25 Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30 Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30 Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00 „Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25
Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30
Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30
Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00
„Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43