Gott að heyra hvernig þetta var áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2017 06:00 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val Þegar 12 umferðir eru búnar af Olís-deild kvenna í handbolta situr Valur á toppnum með 22 stig, þremur stigum á undan Haukum og sex stigum á undan Íslandsmeisturum Fram. Valskonur eru enn taplausar í Olís-deildinni; hafa unnið 10 leiki og gert tvö jafntefli. Nokkuð óvæntur árangur í ljósi þess að Val var spáð 4. sæti og liðið olli miklum vonbrigðum í fyrra. Síðasta tímabil endaði ekki vel hjá Val. Hlíðarendaliðið tapaði átta af síðustu níu leikjum sínum, endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. Valskonur fengu 16 stig í Olís-deildinni í fyrra, sex stigum færra en liðið er með núna. „Við erum öll sátt. Þetta hefur komið okkur á óvart,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. Hún segir að árangurinn það sem af er tímabili sé framar vonum. „Ég myndi segja það, þannig séð. Ég veit ekki hvort það er hægt að skrifa það á að hin liðin séu ekki að standa sig eins vel og þau ætluðu og við kannski á pari.“Svipaður mannskapur Litlar breytingar urðu á liði Vals fyrir tímabilið. Kjarninn í liðinu er sá sami en tveir nýir markverðir, Chantal Pagel og Lina Rypdal, bættust í hópinn sem og Hildur Björnsdóttir og Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir sem komu frá Fylki. Þá tók Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, við sem þjálfari Vals af Alfreð Finnssyni sem var látinn taka pokann sinn áður en síðasta tímabil kláraðist. Ágústi til aðstoðar er Sigurlaug Rúnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals. „Við vildum vera í einu af efstu fjórum sætunum. Það er eitthvað sem maður ætlar sér. Tilgangurinn er að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kristín aðspurð um væntingar Vals fyrir tímabilið. „Við ætluðum að gera það í fyrra og fannst við vera með lið í það. Það var margt sem fór úrskeiðis. Það var ágætt að fara inn í mótið sem óskrifað blað og með frammistöðu síðasta tímabils á bakinu var pressan minni.“Andlegi hlutinn fór með þetta En hvað hefur breyst hjá Val frá því á síðasta tímabili? „Mjög margt og fullt af hlutum sem maður vill ekkert tjá sig um. Sjálfstraustið er meira, fólki líður betur og hver og einn hefur meiri trú á sér. Andlegi hlutinn fór með okkur í fyrra, það var ekki handboltageta,“ segir Kristín sem viðurkennir að andrúmsloftið í Val hafi verið mjög þungt á síðasta tímabili. „Þegar fór að ganga illa komu vonbrigðin og manni finnst maður geta gert meira. Svo var þjálfarinn látinn fara. Þetta var skrítinn vetur. En við vissum að við gætum betur og höfum sýnt fram á það með jöfnum og yfirveguðum leik.“ Kristínu finnst Valur ekki vera með neitt yfirburðalið í Olís-deildinni. Frammistaðan í vetur hafi hins vegar verið nokkuð jöfn og liðið sýnt styrk með því að vinna jafna leiki.Litlar sveiflur „Mér finnst við ekki skara fram úr þannig séð. Við höfum bara haldið jöfnum leik. Við höfum kannski átt tvo rosalega flotta leiki og 1-2 lélega en þar höfum við lent gegn lakari andstæðingi og verið heppnar. Það hafa ekki verið miklar sveiflur, heldur svipuð frammistaða frá leik til leiks,“ segir Kristín. Hún kveðst ánægð með störf þjálfarateymisins hjá Val, þeirra Ágústs og Sigurlaugar. „Ef leikmönnum og þjálfara mislíkar hvorum við aðra ganga hlutirnir yfirleitt ekki. Hann hefur mikla trú á okkur og ungu stelpunum. Hann gefur öllum séns og þá líður engum eins og hann sé út undan. Ungu stelpurnar hafa fengið séns sem aðrir þjálfarar eru hræddir við að gefa,“ sagði Kristín.Virka vel saman „Þau eru gott teymi. Það er stutt síðan Silla var í þessu. Hún veit hvað okkur finnst skemmtilegt og hvernig æfingar við viljum hafa. Hann er búinn að vera lengi í þessu og þau vega hvort annað vel upp. Ég held að það sé mikilvægt að þjálfari og aðstoðarþjálfari þori að gagnrýna og hrósa hvort öðru. Þá ganga hlutirnir betur.“ Kristín hefur verið lengi að og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hún segir að yngri leikmenn megi ekki taka því að fá að æfa sína íþrótt við góðar aðstæður sem sjálfsögðum hlut.Stundum fýkur í mann „Stundum er gott að heyra hvernig þetta var í gamla daga. Það er ekkert sjálfgefið að fá búninga og töskur og allt saman. Stundum fýkur í mann þegar manni finnst allir taka þessu sem sjálfsögðum hlut. En ég get líka spólað til baka. Ég man þegar ég var 16-17 ára og manni fannst að það ætti að gera allt fyrir mann. Ég held að það sé rosa fínt fyrir þær að láta minna sig á að maður þarf að bera virðingu fyrir klúbbnum, þeim sem standa fyrir utan þetta, sjálfboðaliðum sem gera okkur kleift að stunda okkar íþrótt,“ sagði Kristín sem vonast til að geta orðið yngri leikmönnum að liði. „Við eldri erum líka fljótari að greina ef einhverjum líður illa og sjálfstraustið er lítið og getum sett okkur í þau spor. Við munum þegar við vorum að æfa, vorum í prófum og þetta var ægilega erfitt. En í dag erum við með fjölskyldur og börn og það er stundum erfitt að mæta en við teljum það vera forréttindi.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Þegar 12 umferðir eru búnar af Olís-deild kvenna í handbolta situr Valur á toppnum með 22 stig, þremur stigum á undan Haukum og sex stigum á undan Íslandsmeisturum Fram. Valskonur eru enn taplausar í Olís-deildinni; hafa unnið 10 leiki og gert tvö jafntefli. Nokkuð óvæntur árangur í ljósi þess að Val var spáð 4. sæti og liðið olli miklum vonbrigðum í fyrra. Síðasta tímabil endaði ekki vel hjá Val. Hlíðarendaliðið tapaði átta af síðustu níu leikjum sínum, endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. Valskonur fengu 16 stig í Olís-deildinni í fyrra, sex stigum færra en liðið er með núna. „Við erum öll sátt. Þetta hefur komið okkur á óvart,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. Hún segir að árangurinn það sem af er tímabili sé framar vonum. „Ég myndi segja það, þannig séð. Ég veit ekki hvort það er hægt að skrifa það á að hin liðin séu ekki að standa sig eins vel og þau ætluðu og við kannski á pari.“Svipaður mannskapur Litlar breytingar urðu á liði Vals fyrir tímabilið. Kjarninn í liðinu er sá sami en tveir nýir markverðir, Chantal Pagel og Lina Rypdal, bættust í hópinn sem og Hildur Björnsdóttir og Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir sem komu frá Fylki. Þá tók Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, við sem þjálfari Vals af Alfreð Finnssyni sem var látinn taka pokann sinn áður en síðasta tímabil kláraðist. Ágústi til aðstoðar er Sigurlaug Rúnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals. „Við vildum vera í einu af efstu fjórum sætunum. Það er eitthvað sem maður ætlar sér. Tilgangurinn er að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kristín aðspurð um væntingar Vals fyrir tímabilið. „Við ætluðum að gera það í fyrra og fannst við vera með lið í það. Það var margt sem fór úrskeiðis. Það var ágætt að fara inn í mótið sem óskrifað blað og með frammistöðu síðasta tímabils á bakinu var pressan minni.“Andlegi hlutinn fór með þetta En hvað hefur breyst hjá Val frá því á síðasta tímabili? „Mjög margt og fullt af hlutum sem maður vill ekkert tjá sig um. Sjálfstraustið er meira, fólki líður betur og hver og einn hefur meiri trú á sér. Andlegi hlutinn fór með okkur í fyrra, það var ekki handboltageta,“ segir Kristín sem viðurkennir að andrúmsloftið í Val hafi verið mjög þungt á síðasta tímabili. „Þegar fór að ganga illa komu vonbrigðin og manni finnst maður geta gert meira. Svo var þjálfarinn látinn fara. Þetta var skrítinn vetur. En við vissum að við gætum betur og höfum sýnt fram á það með jöfnum og yfirveguðum leik.“ Kristínu finnst Valur ekki vera með neitt yfirburðalið í Olís-deildinni. Frammistaðan í vetur hafi hins vegar verið nokkuð jöfn og liðið sýnt styrk með því að vinna jafna leiki.Litlar sveiflur „Mér finnst við ekki skara fram úr þannig séð. Við höfum bara haldið jöfnum leik. Við höfum kannski átt tvo rosalega flotta leiki og 1-2 lélega en þar höfum við lent gegn lakari andstæðingi og verið heppnar. Það hafa ekki verið miklar sveiflur, heldur svipuð frammistaða frá leik til leiks,“ segir Kristín. Hún kveðst ánægð með störf þjálfarateymisins hjá Val, þeirra Ágústs og Sigurlaugar. „Ef leikmönnum og þjálfara mislíkar hvorum við aðra ganga hlutirnir yfirleitt ekki. Hann hefur mikla trú á okkur og ungu stelpunum. Hann gefur öllum séns og þá líður engum eins og hann sé út undan. Ungu stelpurnar hafa fengið séns sem aðrir þjálfarar eru hræddir við að gefa,“ sagði Kristín.Virka vel saman „Þau eru gott teymi. Það er stutt síðan Silla var í þessu. Hún veit hvað okkur finnst skemmtilegt og hvernig æfingar við viljum hafa. Hann er búinn að vera lengi í þessu og þau vega hvort annað vel upp. Ég held að það sé mikilvægt að þjálfari og aðstoðarþjálfari þori að gagnrýna og hrósa hvort öðru. Þá ganga hlutirnir betur.“ Kristín hefur verið lengi að og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hún segir að yngri leikmenn megi ekki taka því að fá að æfa sína íþrótt við góðar aðstæður sem sjálfsögðum hlut.Stundum fýkur í mann „Stundum er gott að heyra hvernig þetta var í gamla daga. Það er ekkert sjálfgefið að fá búninga og töskur og allt saman. Stundum fýkur í mann þegar manni finnst allir taka þessu sem sjálfsögðum hlut. En ég get líka spólað til baka. Ég man þegar ég var 16-17 ára og manni fannst að það ætti að gera allt fyrir mann. Ég held að það sé rosa fínt fyrir þær að láta minna sig á að maður þarf að bera virðingu fyrir klúbbnum, þeim sem standa fyrir utan þetta, sjálfboðaliðum sem gera okkur kleift að stunda okkar íþrótt,“ sagði Kristín sem vonast til að geta orðið yngri leikmönnum að liði. „Við eldri erum líka fljótari að greina ef einhverjum líður illa og sjálfstraustið er lítið og getum sett okkur í þau spor. Við munum þegar við vorum að æfa, vorum í prófum og þetta var ægilega erfitt. En í dag erum við með fjölskyldur og börn og það er stundum erfitt að mæta en við teljum það vera forréttindi.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira