Birkir Már: Fullkominn tími til að koma í Val Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:52 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira