Forseti Alþingis hittir forseta Kína á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2018 19:30 Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira