Geely kaupir í Volvo Trucks Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 13:45 Einn góður frá trukkafyrirtæki Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent