Með Titanic húðflúr og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 8. janúar 2018 20:16 Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“ Húðflúr Titanic Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“
Húðflúr Titanic Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira