Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. janúar 2018 13:30 Þórunn Hilda Jónasdóttir Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969. Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira